Meiri áhersla á byggðamál 29. nóvember 2011 04:30 Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð. Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð.
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira