Meiri áhersla á byggðamál 29. nóvember 2011 04:30 Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð. Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Stóra kvótafrumvarpið fékk óblíðar viðtökur eftir að það var lagt fram í vor, þar sem hagsmunaaðilar eins og sjómenn, útgerðarmenn og aðilar vinnumarkaðarins lýstu yfir efasemdum um ágæti þeirra breytinga sem þar komu fram. Þá töldu hagfræðingar sem gerðu úttekt á frumvarpinu, sýnt að hagræn áhrif þess gætu orðið neikvæð á margan hátt. Var því svarað til, meðal annars af þáverandi formanni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að einnig ætti að horfa til byggðasjónarmiða í lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hugmyndir starfshóps Jóns Bjarnasonar, sem settar voru á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á laugardag, eru einmitt frábrugðnar fyrra frumvarpi að því leyti að byggðasjónarmiðum er gert hærra undir höfði. Helstu málin sem deilt var á í fyrra frumvarpinu lutu að nýtingartíma, veiðigjaldi, takmörkunum á heildaraflahlutdeild og framsali. Auk þess var sett út á hversu mikill hluti aflaheimilda var settur í svokallaða potta, ráðherra til ráðstöfunar. Ekki er að sjá að nýju hugmyndirnar taki stór skref til að svara gagnrýninni. Nýtingartíminn er þó rýmkaður frá því sem áður var. Drögin gera ráð fyrir 20 ára nýtingartíma, en hann er mögulegt að framlengja um 15 ár. Í frumvarpinu í vor var hins vegar gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma og möguleika á átta ára framlengingu. Einnig sætti gagnrýni fyrirhuguð ráðstöfun á aflaheimildum færu þær umfram ákveðið mark. Færu heimildir í þorski til dæmis upp fyrir 160 þúsund tonn, færi um helmingur af aukaheimildum í pottakerfi, en í drögunum að þessu sinni er miðað við 202 þúsund tonn. Sú aukning átti að hluta til að fara í strandveiðar, en einnig til ráðstöfunar til aðgerða í byggðamálum og loks í leigu á markaði. Nýju drögin slá hins vegar út strandveiðiákvæðið og skipta heimildum jafnt niður milli byggðamála og í útleigu. Þá gera drögin ráð fyrir að sveitarfélögin fái í sinn hlut 40% af innheimtum veiðigjöldum, en frumvarpið gerði ráð fyrir 30%. Spurningunni um veiðigjald er þó ekki svarað, en á meðan frumvarpið gerði ráð fyrir 19% gjaldi á framlegð fyrirtækja, segir í athugasemdum með nýju drögunum að þar sem ráðuneytin vinni að heildarútfærslu á skattlagningu á sjávarútveginn sé ekki tímabært að ákveða gjald að sinni. Ein helsta breytingin felst mögulega í stofnum kvótaþings Fiskistofu sem mun hafa yfirsjón með kaupum og leigu á kvóta, en nokkrar undanþágur verða þó á því. Miðað við viðbrögð samherja Jóns í ríkisstjórn er ekki að sjá að þessi drög verði undirstaða að endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en það gefur þó innsýn í stefnu ráðherra að byggðasjónarmið verði veigamikil, muni hann koma að því ferli yfirhöfuð.
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira