Innlent

Segir ekkert um jarðaleigu

ögmundur jónasson
ögmundur jónasson
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um mögulega afstöðu sína komi fram beiðni frá kínversku fjárfestingarfélagi varðandi leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Ráðherrann veitti félaginu ekki undanþágu til kaupa á jörðinni.

Skúli Helgason spurði ráðherra út í málið á þingi í gær. Hann sagði höfnun ráðherrans rökrétta en taldi mikilvægt að leita leiða til að efla ferðaþjónustu.

Ögmundur sagði af og frá að ráðuneytið ætti að ráðleggja forsvarsmönnum fyrirtækisins í málinu.

„Slík hefur verið gert. Einum var ráðlagt að leggja sig ofan í sænska kommóðuskúffu og kaupa auðlindir á Reykjanesi. Það eru vinnubrögð sem eru mér ekki að skapi,“ sagði ráðherra og vísaði til Magma-málsins.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×