Viltu freista þess að fá nýju plötuna með Diktu án þess að greiða fyrir hana krónu?
Jú, öllum finnst gaman að fá gjafir og ef þú ferð inn á Facebook-síðu Popps, facebook.com/popptimarit, og smellir á „like" er möguleiki á því að draumur þinn rætist.
Í næstu viku fá heppnir áhangendur Popps nýju plötuna með Diktu gefins. Þeir þurfa ekkert að gera, bara smella á „like".
Þeir bætast í hóp hinna fjölmörgu sem hafa fengið plötur með forsíðulistamönnum Popps undanfarnar vikur, en Popp hefur gefið plötur Mugisons, Hjálma og Lay Low.
