Segðu nú mömmuað… Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks. Sérstakt eldvarnaátak slökkviliðsins stendur því yfir og ekki er vanþörf á. Þriðjungur íslenskra heimila hefur aðeins einn reykskynjara og innan við helmingur hefur allan nauðsynlegan eldvarnabúnað, en þetta eru niðurstöður könnunar Brunabótafélags Íslands. Slökkviliðið heimsækir grunnskóla- og leikskólabörn til að fræða þau en markmið heimsóknanna er þríþætt samkvæmt heimasíðu slökkviliðsins: 1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið. 2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað. 3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig má ná því marki. Skilaboðin til mín um að eldtryggja heimilið svo fjölskyldan brenni ekki inni komu því í gegnum fimm ára barn sem grátandi sagði mér að einn reykskynjari væri ekki nóg. Grátandi útskýrði greyið litla fyrir mér að eldur gæti kviknað af sjálfu sér í sorptunnu, að ekki mætti henda kertum í venjulegt sorp, að slökkva yrði ljós þegar farið væri út og taka yrði jólaseríur úr sambandi. Þegar, en ekki ef, kviknaði í mættum við ekki anda að okkur reyknum, þá myndum við deyja! Barnið svaf lítið um nóttina, var hrætt um líf sitt og grét. Skemmst er frá því að segja að reykskynjarar voru keyptir í hvert herbergi og slökkvitæki yfirfarin. Það sefaði þó ekki barnið sem hræðist nú að eldvarnir nágrannanna séu í ólagi. Ekki þýðir að segja að „það kvikni ekkert í hjá okkur", barnið veit betur. Nú leggur það lófann á útidyrahurðina áður en við opnum, það má ekki opna dyrnar ef hurðin er heit! Það er vel þekkt leið að ná til fullorðinna gegnum börnin þeirra og eldvarnir eru auðvitað alvarlegt mál. Ég get þó ekki annað en velt því fyrir mér hvort full ýtarlega hafi verið farið í fræðsluna fyrir þau fimm ára? Það er mikið lagt á lítið hjarta að óttast um líf sitt og sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks. Sérstakt eldvarnaátak slökkviliðsins stendur því yfir og ekki er vanþörf á. Þriðjungur íslenskra heimila hefur aðeins einn reykskynjara og innan við helmingur hefur allan nauðsynlegan eldvarnabúnað, en þetta eru niðurstöður könnunar Brunabótafélags Íslands. Slökkviliðið heimsækir grunnskóla- og leikskólabörn til að fræða þau en markmið heimsóknanna er þríþætt samkvæmt heimasíðu slökkviliðsins: 1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið. 2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað. 3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig má ná því marki. Skilaboðin til mín um að eldtryggja heimilið svo fjölskyldan brenni ekki inni komu því í gegnum fimm ára barn sem grátandi sagði mér að einn reykskynjari væri ekki nóg. Grátandi útskýrði greyið litla fyrir mér að eldur gæti kviknað af sjálfu sér í sorptunnu, að ekki mætti henda kertum í venjulegt sorp, að slökkva yrði ljós þegar farið væri út og taka yrði jólaseríur úr sambandi. Þegar, en ekki ef, kviknaði í mættum við ekki anda að okkur reyknum, þá myndum við deyja! Barnið svaf lítið um nóttina, var hrætt um líf sitt og grét. Skemmst er frá því að segja að reykskynjarar voru keyptir í hvert herbergi og slökkvitæki yfirfarin. Það sefaði þó ekki barnið sem hræðist nú að eldvarnir nágrannanna séu í ólagi. Ekki þýðir að segja að „það kvikni ekkert í hjá okkur", barnið veit betur. Nú leggur það lófann á útidyrahurðina áður en við opnum, það má ekki opna dyrnar ef hurðin er heit! Það er vel þekkt leið að ná til fullorðinna gegnum börnin þeirra og eldvarnir eru auðvitað alvarlegt mál. Ég get þó ekki annað en velt því fyrir mér hvort full ýtarlega hafi verið farið í fræðsluna fyrir þau fimm ára? Það er mikið lagt á lítið hjarta að óttast um líf sitt og sinna.