Velferðarkerfið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. nóvember 2011 10:00 Velferðarkerfið er handa öllum – líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skuldaleiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með einhverjum hætti en velferðarkerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og einstaklinga. Það snýst ekki um…Það snýst ekki um að „skapa atvinnu“. Það er ekki hlutverk velferðarkerfisins að standa í misjafnlega arðbærum framkvæmdum til að hægt sé að nýta dýrar fjárfestingar í vinnuvélum og útvega mönnum vinnu um stundarsakir þar sem dauft er yfir einkaframtakinu. Slíkt kann að vera góðra gjalda vert en stundum mætti líka hjálpa mönnum við að losa sig við tækin dýru og komast út úr erfiðum fjárhagsskuldbindingum kringum kaup á vörubílum og skurðgröfum en að láta framkvæmdir ráðast fyrst og fremst af þörfinni fyrir að láta slíkar fjárfestingar einstaklinga borga sig. Almennt talað er betra fyrir alla aðila að einstaklingsframtakið borgi sig. Góðir vegir og göng eru að vísu nauðsynlegur hluti af infrastrúktúr hvers ríkis en framkvæmdir við slíkt þurfa hins vegar helst að fara fram á öðrum forsendum en velferðarkerfis vinnuvélanna. Framlög til spítalabygginga eru ekki framlög til heilbrigðismála heldur framlög til húsbyggjenda. Við ruglum alltaf saman húsnæði utan um starfsemi – og starfseminni sjálfri. Velferðarkerfið snýst ekki um að láta alla hafa allar þær pillur sem hugurinn kann að girnast. Það snýst ekki um að láta öllum líða vel eða koma í veg fyrir vansæld og óhamingju. Það vinnur ekki bug á sorg og einsemd. Það kemur ekki í stað mannlegrar nálægðar. Það á ekki að standa straum af framkvæmdum við að gera okkur fríð. Velferðarkerfið snýst ekki um að láta fé renna frá almenningi til fyrirtækja. Þetta á raunar að vera öfugt. Hugmyndin á Norðurlöndum er sú að láta atvinnulífið verða öflugt, leyfa einkaframtakinu virkilega að njóta sín svo að byggð verði upp öflug og sterk fyrirtæki sem greiða bæði há laun og háa skatta – með glöðu geði. Þetta hefur tekist svo dável að um allan heim lítur fólk til Norðurlanda sem fyrirmyndar um það hvernig eigi að byggja þjóðfélag. Þar með er ekki sagt að ekki séu alls konar vandamál í þessum ríkjum eða að á Norðurlöndum hafi hin endanlega uppskrift að þjóðfélagi verið fundin. Þar er til dæmis djúprættur rasismi og önnur hugarfarsleg óværa. Þar starfa glæpaklíkur á borð við Vítisengla utan við lög og rétt og þar fylgja langvinnu atvinnuleysi alls kyns erfið vandamál. En þar er sem sagt velferðarkerfi. Það snýst um…Velferðarkerfi er ekki ódýrt og á ekki að vera það. Sífelld sparnaðarsjónarmið eiga ekki við þegar um er að ræða lágmarksþjónustu sem þegnar velferðarsamfélags eiga að geta vænst. Það á heldur ekki að eftirláta „hollvinasamtökum“ og klúbbum og einstaklingum, hversu mjög sem vænt fólk reynir þar að láta gott af sér leiða. Velferðarkerfið snýst meðal annars um vandaða og vel mannaða skóla þar sem öllum börnum er tryggð tiltekin menntun, hvaðan sem þau annars koma og hvernig sem kann að vera ástatt fyrir þeim og þar sem starfa metnaðargjarnir og sívakandi kennarar á góðum launum. Það snýst um að láta gömlu fólki líða eins vel og nokkur kostur er. Það snýst um að tryggja börnum sómasamlega tannhirðu án tillits til efnahags foreldra. Það snýst um það að þegar hallar undan fæti hjá okkur förum við ekki á biðlista heldur fáum strax þá umönnun og þjónustu sem okkur ber. Það snýst um að opna deildir en ekki loka deildum. Velferðarkerfið er fyrir okkur öll – meira að segja óvini sína. Það snýst umfram allt um þetta: þegar við fáum krabbamein eigum við að geta gengið inn á spítala og notið færni og þekkingar okkar framúrskarandi fólks í heilbrigðisþjónustu án þess að þurfa að greiða hundruð þúsunda króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Velferðarkerfið er handa öllum – líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skuldaleiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með einhverjum hætti en velferðarkerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og einstaklinga. Það snýst ekki um…Það snýst ekki um að „skapa atvinnu“. Það er ekki hlutverk velferðarkerfisins að standa í misjafnlega arðbærum framkvæmdum til að hægt sé að nýta dýrar fjárfestingar í vinnuvélum og útvega mönnum vinnu um stundarsakir þar sem dauft er yfir einkaframtakinu. Slíkt kann að vera góðra gjalda vert en stundum mætti líka hjálpa mönnum við að losa sig við tækin dýru og komast út úr erfiðum fjárhagsskuldbindingum kringum kaup á vörubílum og skurðgröfum en að láta framkvæmdir ráðast fyrst og fremst af þörfinni fyrir að láta slíkar fjárfestingar einstaklinga borga sig. Almennt talað er betra fyrir alla aðila að einstaklingsframtakið borgi sig. Góðir vegir og göng eru að vísu nauðsynlegur hluti af infrastrúktúr hvers ríkis en framkvæmdir við slíkt þurfa hins vegar helst að fara fram á öðrum forsendum en velferðarkerfis vinnuvélanna. Framlög til spítalabygginga eru ekki framlög til heilbrigðismála heldur framlög til húsbyggjenda. Við ruglum alltaf saman húsnæði utan um starfsemi – og starfseminni sjálfri. Velferðarkerfið snýst ekki um að láta alla hafa allar þær pillur sem hugurinn kann að girnast. Það snýst ekki um að láta öllum líða vel eða koma í veg fyrir vansæld og óhamingju. Það vinnur ekki bug á sorg og einsemd. Það kemur ekki í stað mannlegrar nálægðar. Það á ekki að standa straum af framkvæmdum við að gera okkur fríð. Velferðarkerfið snýst ekki um að láta fé renna frá almenningi til fyrirtækja. Þetta á raunar að vera öfugt. Hugmyndin á Norðurlöndum er sú að láta atvinnulífið verða öflugt, leyfa einkaframtakinu virkilega að njóta sín svo að byggð verði upp öflug og sterk fyrirtæki sem greiða bæði há laun og háa skatta – með glöðu geði. Þetta hefur tekist svo dável að um allan heim lítur fólk til Norðurlanda sem fyrirmyndar um það hvernig eigi að byggja þjóðfélag. Þar með er ekki sagt að ekki séu alls konar vandamál í þessum ríkjum eða að á Norðurlöndum hafi hin endanlega uppskrift að þjóðfélagi verið fundin. Þar er til dæmis djúprættur rasismi og önnur hugarfarsleg óværa. Þar starfa glæpaklíkur á borð við Vítisengla utan við lög og rétt og þar fylgja langvinnu atvinnuleysi alls kyns erfið vandamál. En þar er sem sagt velferðarkerfi. Það snýst um…Velferðarkerfi er ekki ódýrt og á ekki að vera það. Sífelld sparnaðarsjónarmið eiga ekki við þegar um er að ræða lágmarksþjónustu sem þegnar velferðarsamfélags eiga að geta vænst. Það á heldur ekki að eftirláta „hollvinasamtökum“ og klúbbum og einstaklingum, hversu mjög sem vænt fólk reynir þar að láta gott af sér leiða. Velferðarkerfið snýst meðal annars um vandaða og vel mannaða skóla þar sem öllum börnum er tryggð tiltekin menntun, hvaðan sem þau annars koma og hvernig sem kann að vera ástatt fyrir þeim og þar sem starfa metnaðargjarnir og sívakandi kennarar á góðum launum. Það snýst um að láta gömlu fólki líða eins vel og nokkur kostur er. Það snýst um að tryggja börnum sómasamlega tannhirðu án tillits til efnahags foreldra. Það snýst um það að þegar hallar undan fæti hjá okkur förum við ekki á biðlista heldur fáum strax þá umönnun og þjónustu sem okkur ber. Það snýst um að opna deildir en ekki loka deildum. Velferðarkerfið er fyrir okkur öll – meira að segja óvini sína. Það snýst umfram allt um þetta: þegar við fáum krabbamein eigum við að geta gengið inn á spítala og notið færni og þekkingar okkar framúrskarandi fólks í heilbrigðisþjónustu án þess að þurfa að greiða hundruð þúsunda króna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun