Segir jóga hafa góð áhrif á vinnuna 18. nóvember 2011 12:00 Daði Guðbjörnsson. Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódysseifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar," segir Daði sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag," segir Daði sem leggur áherslu á að málverkin séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreytingu að ræða. Daði hefur um árabil lagt stund á Sahajayoga, sem er hugleiðsluyoga. „Sahajayoga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan," segir Daði en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar.Leiðin til hjartans. Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni.Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um listamanninn ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. -sbt Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódysseifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar," segir Daði sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag," segir Daði sem leggur áherslu á að málverkin séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreytingu að ræða. Daði hefur um árabil lagt stund á Sahajayoga, sem er hugleiðsluyoga. „Sahajayoga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan," segir Daði en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar.Leiðin til hjartans. Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni.Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um listamanninn ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. -sbt
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira