Hugleiðingar um lög og rétt - um jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og friðhelgi heimilisins Róbert Spanó skrifar 16. nóvember 2011 10:00 Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna. Jarðskjálftar eru óútreiknanlegir, láta á sér kræla af völdum náttúrufyrirbrigða en jafnan ekki af mannavöldum. Nýlega hafa þó heyrst fregnir af því að niðurdæling affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem rekin er af Orkuveitu Reykjavíkur, kunni að vera orsakaþáttur í því að jarðskjálftar hafa fundist í miklum mæli á Hengilssvæðinu frá því í byrjun september. Fulltrúar fyrirtækisins hafa m.a. haldið fund með íbúum Hveragerðis sem ekki er rótt. Hafa íbúarnir krafist aðgerða svo þeir þurfi ekki að lifa við þessa auknu skjálftavirkni sem þeir telja orsakast af niðurdælingunni. En hvað hefur þessi sérkennilega staða með lögin og lögfræðina að gera? Jú, vandfundið er það ágreiningsefni sem ekki varðar lög og rétt með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má spyrja þeirrar spurningar hvernig háttað sé mögulegri skaðabótaábyrgð vegna eignatjóns sem á sér stað í jarðskjálfta sem fer af stað vegna niðurdælingar frá Hellisheiðarvirkjun. Að þessu sinni verður hins vegar varpað ljósi á annað lögfræðilegt álitaefni, þ.e. hvort starfsemi af þessu tagi kunni að ganga nærri friðhelgi heimilisins sem mælt er fyrir um í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi heimilisSamkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Friðhelgi heimilisins nýtur líka verndar samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem hefur verið lögfest hér á landi. Við túlkun stjórnarskrárákvæðisins verður að hafa hliðsjón af 8. gr. sáttmálans. Þar kunna dómar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) að hafa talsvert vægi. MDE hefur lagt til grundvallar að 8. gr. MSE verndi rétt einstaklings til þess að virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi hans og heimili. Það kunni að skapa álitaefni á grundvelli ákvæðisins ef einstaklingur hefur beinlínis orðið fyrir verulegum óþægindum og röskun á heimilishaldi af völdum hávaða eða mengunar í umhverfinu. Hér má t.d. nefna dóma MDE um loftmengun af völdum efnaverksmiðju á Ítalíu frá 1998 og um hávaðamengun vegna flugsamgangna við Heathrow-flugvöll á Englandi frá 2003. Ekki skiptir öllu máli hvort hið opinbera eða einkaaðili er valdur að umhverfisáhrifunum. Ef um hið síðarnefnda er að ræða skapar það jákvæðar skyldur fyrir ríkið til að gera virkar ráðstafanir svo að einstaklingur geti notað friðhelgi heimilisins. Ávallt reynir þó á erfitt samspil almannahagsmuna og einstaklingshagsmuna. Ríkið hefur töluvert svigrúm við það mat, en leita verður leiða til að takmarka óæskileg umhverfisáhrif eins og kostur er. Svigrúm ríkisins er ekki takmarkalaust. Niðurdæling affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun og friðhelgi heimilisinsÍ minnisblaði Orkustofnunar frá 16. október sl., sem kynnt var á fundi Orkuveitu Reykjavíkur með íbúum Hveragerðis degi síðar, segir að niðurdæling þéttivatns og skiljuvatns frá Hellisheiðarvirkjun hafi „haft í för með sér aukna skjálftavirkni á svæðinu sem fram [hafi] komið á mælum og einnig [séu] upplýsingar um að stærstu skjálftarnir sem [hafi] verið allt að 4 á Richter hafi verið merkjanlegir í byggð“. Þá segir að niðurdæling OR sé „í samræmi við ákvæði gildandi starfsleyfis og virkjunarleyfis“. Sérfræðingar á þessu sviði geti sagt með nokkru öryggi að niðurdæling auki ekki líkur á því að stærri jarðskjálftar en þeir, sem verða án niðurdælingar, geti myndast á svæðinu. Hins vegar geti staðbundin tilfærsla á spennu haft áhrif í þá átt að flýta stærri skjálftum sem eru í aðsigi. Þá eru raktar fyrirætlanir Orkustofnunar, m.a. um að kannað verði hvernig hægt sé að bæta upplýsingagjöf til almennings áður en niðurdæling sé hafin á svæðum nærri byggð. Þess skal getið að stofnunin hefur nú opnað upplýsingavef af þessu tilefni. Í minnisblaðinu virðist þannig lagt til grundvallar að mjög náin tengsl séu á milli niðurdælingar affallsvatnsins og tímasetningar skjálftavirkni á svæðinu. Í ljósi dómaframkvæmdar MDE kann því að skapast það álitaefni hvort og þá að hvaða marki niðurdælingin gangi nærri friðhelgi heimilis þeirra íbúa sem verða ítrekað fyrir óþægindum af þessum völdum. Þar skiptir máli hvort litið hafi verið til slíkra sjónarmiða við undirbúning niðurdælingarinnar, gerð áhættumats og útgáfu opinberra leyfa á grundvelli gildandi laga. Starfsemi af þessu tagi kann vissulega að hafa tiltekin óþægindi í för með sér sem menn verða að sætta sig við. Hið lögfræðilega álitaefni stendur þó eftir hvort íbúar nærliggjandi byggða þurfi að sætta sig við þá skerðingu á kyrrlátu heimilishaldi sem niðurdæling Hellisheiðarvirkjunar virðist hafa í för með sér. Ekki má heldur gleyma þeim andlegu óþægindum sem fylgja því að upplifa jarðskjálfta í tíma og ótíma. Í minnisblaði Orkustofnunar kemur fram að frá því að niðurdælingin hófst hafa um 1900 skjálftar átt sér stað á svæðinu, margir hverjir yfir 2,5 og allt að 4 á Richter. Hér hefur til fróðleiks verið fjallað um þetta efni með almennum hætti. Það verðskuldar hins vegar ítarlegri umfjöllun opinberra aðila, ekki síst ef frekari skjálftavirkni er fyrirsjáanleg vegna niðurdælingar frá Hellisheiðarvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna. Jarðskjálftar eru óútreiknanlegir, láta á sér kræla af völdum náttúrufyrirbrigða en jafnan ekki af mannavöldum. Nýlega hafa þó heyrst fregnir af því að niðurdæling affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem rekin er af Orkuveitu Reykjavíkur, kunni að vera orsakaþáttur í því að jarðskjálftar hafa fundist í miklum mæli á Hengilssvæðinu frá því í byrjun september. Fulltrúar fyrirtækisins hafa m.a. haldið fund með íbúum Hveragerðis sem ekki er rótt. Hafa íbúarnir krafist aðgerða svo þeir þurfi ekki að lifa við þessa auknu skjálftavirkni sem þeir telja orsakast af niðurdælingunni. En hvað hefur þessi sérkennilega staða með lögin og lögfræðina að gera? Jú, vandfundið er það ágreiningsefni sem ekki varðar lög og rétt með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má spyrja þeirrar spurningar hvernig háttað sé mögulegri skaðabótaábyrgð vegna eignatjóns sem á sér stað í jarðskjálfta sem fer af stað vegna niðurdælingar frá Hellisheiðarvirkjun. Að þessu sinni verður hins vegar varpað ljósi á annað lögfræðilegt álitaefni, þ.e. hvort starfsemi af þessu tagi kunni að ganga nærri friðhelgi heimilisins sem mælt er fyrir um í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi heimilisSamkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Friðhelgi heimilisins nýtur líka verndar samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem hefur verið lögfest hér á landi. Við túlkun stjórnarskrárákvæðisins verður að hafa hliðsjón af 8. gr. sáttmálans. Þar kunna dómar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) að hafa talsvert vægi. MDE hefur lagt til grundvallar að 8. gr. MSE verndi rétt einstaklings til þess að virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi hans og heimili. Það kunni að skapa álitaefni á grundvelli ákvæðisins ef einstaklingur hefur beinlínis orðið fyrir verulegum óþægindum og röskun á heimilishaldi af völdum hávaða eða mengunar í umhverfinu. Hér má t.d. nefna dóma MDE um loftmengun af völdum efnaverksmiðju á Ítalíu frá 1998 og um hávaðamengun vegna flugsamgangna við Heathrow-flugvöll á Englandi frá 2003. Ekki skiptir öllu máli hvort hið opinbera eða einkaaðili er valdur að umhverfisáhrifunum. Ef um hið síðarnefnda er að ræða skapar það jákvæðar skyldur fyrir ríkið til að gera virkar ráðstafanir svo að einstaklingur geti notað friðhelgi heimilisins. Ávallt reynir þó á erfitt samspil almannahagsmuna og einstaklingshagsmuna. Ríkið hefur töluvert svigrúm við það mat, en leita verður leiða til að takmarka óæskileg umhverfisáhrif eins og kostur er. Svigrúm ríkisins er ekki takmarkalaust. Niðurdæling affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun og friðhelgi heimilisinsÍ minnisblaði Orkustofnunar frá 16. október sl., sem kynnt var á fundi Orkuveitu Reykjavíkur með íbúum Hveragerðis degi síðar, segir að niðurdæling þéttivatns og skiljuvatns frá Hellisheiðarvirkjun hafi „haft í för með sér aukna skjálftavirkni á svæðinu sem fram [hafi] komið á mælum og einnig [séu] upplýsingar um að stærstu skjálftarnir sem [hafi] verið allt að 4 á Richter hafi verið merkjanlegir í byggð“. Þá segir að niðurdæling OR sé „í samræmi við ákvæði gildandi starfsleyfis og virkjunarleyfis“. Sérfræðingar á þessu sviði geti sagt með nokkru öryggi að niðurdæling auki ekki líkur á því að stærri jarðskjálftar en þeir, sem verða án niðurdælingar, geti myndast á svæðinu. Hins vegar geti staðbundin tilfærsla á spennu haft áhrif í þá átt að flýta stærri skjálftum sem eru í aðsigi. Þá eru raktar fyrirætlanir Orkustofnunar, m.a. um að kannað verði hvernig hægt sé að bæta upplýsingagjöf til almennings áður en niðurdæling sé hafin á svæðum nærri byggð. Þess skal getið að stofnunin hefur nú opnað upplýsingavef af þessu tilefni. Í minnisblaðinu virðist þannig lagt til grundvallar að mjög náin tengsl séu á milli niðurdælingar affallsvatnsins og tímasetningar skjálftavirkni á svæðinu. Í ljósi dómaframkvæmdar MDE kann því að skapast það álitaefni hvort og þá að hvaða marki niðurdælingin gangi nærri friðhelgi heimilis þeirra íbúa sem verða ítrekað fyrir óþægindum af þessum völdum. Þar skiptir máli hvort litið hafi verið til slíkra sjónarmiða við undirbúning niðurdælingarinnar, gerð áhættumats og útgáfu opinberra leyfa á grundvelli gildandi laga. Starfsemi af þessu tagi kann vissulega að hafa tiltekin óþægindi í för með sér sem menn verða að sætta sig við. Hið lögfræðilega álitaefni stendur þó eftir hvort íbúar nærliggjandi byggða þurfi að sætta sig við þá skerðingu á kyrrlátu heimilishaldi sem niðurdæling Hellisheiðarvirkjunar virðist hafa í för með sér. Ekki má heldur gleyma þeim andlegu óþægindum sem fylgja því að upplifa jarðskjálfta í tíma og ótíma. Í minnisblaði Orkustofnunar kemur fram að frá því að niðurdælingin hófst hafa um 1900 skjálftar átt sér stað á svæðinu, margir hverjir yfir 2,5 og allt að 4 á Richter. Hér hefur til fróðleiks verið fjallað um þetta efni með almennum hætti. Það verðskuldar hins vegar ítarlegri umfjöllun opinberra aðila, ekki síst ef frekari skjálftavirkni er fyrirsjáanleg vegna niðurdælingar frá Hellisheiðarvirkjun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun