Duglegri að mæta á morgnana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar hér eftir að hún bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur. Mynd/Anton Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Sund Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Sund Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira