Innlent

Amfetamínið vegur 9,9 kíló

Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e-töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. desember.

Maðurinn hefur játað aðild að málinu en ber því við að hann hafa talið að efnin væru sterar en ekki eiturlyf. Allt að tólf ára fangelsi liggur við því broti sem maðurinn er grunaður um.

Gæsluvarðhald yfir öðrum manni, sem talinn er hafa skipulagt innflutning efnanna, rennur út í dag en óskað verður eftir framlengingu á varðhaldi hans sömuleiðis.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×