Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun 11. nóvember 2011 07:30 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira