Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring 11. nóvember 2011 04:00 öryggisráðið Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi sínu sem eitt fastra ríkja í Öryggisráðinu. Kína og Rússland munu kjósa með aðild Palestínu og Bretar munu sitja hjá. Líklegt er talið að Frakkland geri það líka. Meirihluti hinna ríkjanna er talinn munu styðja aðild eða sitja hjá. fréttablaðið/ap Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira