Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist 11. nóvember 2011 07:00 Flutningaskipið Alma í togi Myndin er tekin frá Hoffelli SU 80, sem dró skipið í land. Það var mál allra sem komu að aðgerðinni að hætta hefði verið töluverð, eins og alltaf við þessar aðstæður.mynd/gunnar hlynur óskarsson Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira