Byggðarökin fyrir göngum nægja ekki - fréttaskýring 9. nóvember 2011 07:00 Horft niður í Eyjafjörð Vaðlaheiðargöng eiga að vera valkostur við að aka Víkurskarð. Göngin stytta hringveginn um 16 kílómetra en eru neðar á forgangslista en göng við Norðfjörð og Dýrafjörð. Fréttablaðið/GVA Hvaða þættir skipta máli við forgangsröðun í samgönguframkvæmdum? Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á þriðjudag, þar sem rætt var um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, spannst nokkur umræða um rök fyrir samgönguframkvæmdum. Einn nefndarmanna, Róbert Marshall, spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem þar sat fyrir svörum, hvort ráðherra horfði á málið eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, eða hvort hann horfði á það með heildstæðari hætti. Átti hann þá við byggðarök og samfélagsáhrif. „Framkvæmdir [við samgöngumannvirki] geta átt rétt á sér þó þær standi ekki undir sér sem slíkar,“ sagði Róbert. „Þau tengja saman svæði, búa til tækifæri og hækka húsnæðisverð, auka möguleika á tvöfaldri búsetu og eru virðisaukandi í atvinnulegu tilliti. Þessi framkvæmd er þannig að mínu mati.“ Ögmundur svaraði því til að í þessu tilfelli væri einungis horft á fjárhagshliðina, enda eru Vaðlaheiðargöng ekki inni á samgönguáætlun. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að allar samgöngubætur væru virðisaukandi og til þess fallnar að bæta samfélagið. Fleiri nefndarmenn lýstu þeirri skoðun sinni að horfa þyrfti til samfélagslegra þátta. Til að mynda sagði Árni Johnsen að ef vafi væri á hvort ráðast ætti í framkvæmd sem slíka, þyrfti landsbyggðin að njóta vafans. Svipuðum rökum áður beittHreinn Haraldsson vegamálastjóri segir, í samtali við Fréttablaðið, að umræðan um samfélagslega þætti hafi oft komið upp áður, sérstaklega varðandi stærri framkvæmdir eins og jarðgöng. „Upp á síðkastið hefur kannski meira verið reynt að leggja fjárhagslegt mat á þessa þætti til að vega upp á móti kostnaði við framkvæmdina, ef sýnt er að verkefnin eru svo dýr að þau skili sér ekki á hefðbundinn arðsemismælikvarða, það er sparnaði hjá vegfarendum og við rekstur vegakerfisins.“ Hreinn segir svipuð rök hafa verið notuð í aðdraganda byggingar Borgarfjarðarbrúarinnar og Hvalfjarðaganganna. „Þetta er mjög oft notað sem viðbótarröksemd fyrir framkvæmdir sem er kannski ekki alveg ljóst að skili sér í krónum og aurum.“ Önnur göng framar á listaÞrátt fyrir að allt væri tekið inn í reikninginn voru Vaðlaheiðargöng ekki ofarlega á forgangslista samgönguyfirvalda þar sem innanríkisráðherra tiltók tvö önnur göng sem væru framar, Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng. Hreinn segir nokkurn eðlismun vera þar á. „Göngin tvö eru að leysa erfiðari samgöngumál en Vaðlaheiðargöng eiga að gera. Norðfjarðargöng leysa af mjög háan fjallveg og oft er ófært um Oddskarðið. Þá leysa Dýrafjarðargöng af veg milli suður- og norðurhluta Vestfjarða sem er mjög oft lokaður að vetri til. Vaðlaheiðargöng munu hins vegar leysa af ágætisveg með bundnu slitlagi, helstu rökin með þeim eru annars vegar þeir vetrardagar sem vegurinn er ófær og hins vegar styttingin á veginum.“ Ný göng háð veggjöldumFramkvæmd Vaðlaheiðarganga verður á hendi sérstaks félags sem er að rúmum helmingi í eigu Vegagerðarinnar. Verkið er fjármagnað af ríkinu á meðan á framkvæmdum stendur en þegar göngin komast í notkun mun félagið endurfjármagna sig og eftir það mun veggjaldið þurfa að standa undir kostnaði. Hreinn segir þetta fyrirkomulag geta gengið í tilfellum þar sem vilji er til þess að greiða veggjöld. Sú var ekki raunin í umræðum um breikkun stofnbrauta inn á höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. „Það var því slegið út af borðinu, en á fundum sem haldnir voru á Norðurlandi voru allir, bæði sveitarfélög og íbúar, sammála því að leggja í þessar framkvæmdir og þau væru tilbúin til að borga fyrir notkun á göngunum.“ Byggðarök ekki nógÞví sýnir það sig að við forgangsröðun á samgönguframkvæmdum eru byggðarök sannarlega tekin til greina, en þau duga ekki til ein og sér. Eins og vegamálastjóri segir eru fyrirhugaðar framkvæmdir miðaðar við arðsemismælikvarða. Ef ábati er ekki talinn nægur til að réttlæta kostnað, er ekki líklegt að framkvæmdin verði ofarlega í forgangsröðun yfirvalda. Hins vegar er hægt að flýta framkvæmdum með annars konar fjármögnun. Slíkt reyndist vel í tilfelli Hvalfjarðaganga, þar sem fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar lögðust á eitt til að af þeim yrði þegar stjórnvöld vildu ekki taka þátt í fjármögnuninni. Nú er enn eitt formið til umræðu þar sem upphaf framkvæmda er háð samþykki fjárveitingarvaldsins, það er þingsins. Skiptar skoðanir eru þó enn um það hvort áætlanir séu raunhæfar, en þingmenn munu skera úr um það á næstunni. thorgils@frettabladid.is Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hvaða þættir skipta máli við forgangsröðun í samgönguframkvæmdum? Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á þriðjudag, þar sem rætt var um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, spannst nokkur umræða um rök fyrir samgönguframkvæmdum. Einn nefndarmanna, Róbert Marshall, spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem þar sat fyrir svörum, hvort ráðherra horfði á málið eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, eða hvort hann horfði á það með heildstæðari hætti. Átti hann þá við byggðarök og samfélagsáhrif. „Framkvæmdir [við samgöngumannvirki] geta átt rétt á sér þó þær standi ekki undir sér sem slíkar,“ sagði Róbert. „Þau tengja saman svæði, búa til tækifæri og hækka húsnæðisverð, auka möguleika á tvöfaldri búsetu og eru virðisaukandi í atvinnulegu tilliti. Þessi framkvæmd er þannig að mínu mati.“ Ögmundur svaraði því til að í þessu tilfelli væri einungis horft á fjárhagshliðina, enda eru Vaðlaheiðargöng ekki inni á samgönguáætlun. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að allar samgöngubætur væru virðisaukandi og til þess fallnar að bæta samfélagið. Fleiri nefndarmenn lýstu þeirri skoðun sinni að horfa þyrfti til samfélagslegra þátta. Til að mynda sagði Árni Johnsen að ef vafi væri á hvort ráðast ætti í framkvæmd sem slíka, þyrfti landsbyggðin að njóta vafans. Svipuðum rökum áður beittHreinn Haraldsson vegamálastjóri segir, í samtali við Fréttablaðið, að umræðan um samfélagslega þætti hafi oft komið upp áður, sérstaklega varðandi stærri framkvæmdir eins og jarðgöng. „Upp á síðkastið hefur kannski meira verið reynt að leggja fjárhagslegt mat á þessa þætti til að vega upp á móti kostnaði við framkvæmdina, ef sýnt er að verkefnin eru svo dýr að þau skili sér ekki á hefðbundinn arðsemismælikvarða, það er sparnaði hjá vegfarendum og við rekstur vegakerfisins.“ Hreinn segir svipuð rök hafa verið notuð í aðdraganda byggingar Borgarfjarðarbrúarinnar og Hvalfjarðaganganna. „Þetta er mjög oft notað sem viðbótarröksemd fyrir framkvæmdir sem er kannski ekki alveg ljóst að skili sér í krónum og aurum.“ Önnur göng framar á listaÞrátt fyrir að allt væri tekið inn í reikninginn voru Vaðlaheiðargöng ekki ofarlega á forgangslista samgönguyfirvalda þar sem innanríkisráðherra tiltók tvö önnur göng sem væru framar, Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng. Hreinn segir nokkurn eðlismun vera þar á. „Göngin tvö eru að leysa erfiðari samgöngumál en Vaðlaheiðargöng eiga að gera. Norðfjarðargöng leysa af mjög háan fjallveg og oft er ófært um Oddskarðið. Þá leysa Dýrafjarðargöng af veg milli suður- og norðurhluta Vestfjarða sem er mjög oft lokaður að vetri til. Vaðlaheiðargöng munu hins vegar leysa af ágætisveg með bundnu slitlagi, helstu rökin með þeim eru annars vegar þeir vetrardagar sem vegurinn er ófær og hins vegar styttingin á veginum.“ Ný göng háð veggjöldumFramkvæmd Vaðlaheiðarganga verður á hendi sérstaks félags sem er að rúmum helmingi í eigu Vegagerðarinnar. Verkið er fjármagnað af ríkinu á meðan á framkvæmdum stendur en þegar göngin komast í notkun mun félagið endurfjármagna sig og eftir það mun veggjaldið þurfa að standa undir kostnaði. Hreinn segir þetta fyrirkomulag geta gengið í tilfellum þar sem vilji er til þess að greiða veggjöld. Sú var ekki raunin í umræðum um breikkun stofnbrauta inn á höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. „Það var því slegið út af borðinu, en á fundum sem haldnir voru á Norðurlandi voru allir, bæði sveitarfélög og íbúar, sammála því að leggja í þessar framkvæmdir og þau væru tilbúin til að borga fyrir notkun á göngunum.“ Byggðarök ekki nógÞví sýnir það sig að við forgangsröðun á samgönguframkvæmdum eru byggðarök sannarlega tekin til greina, en þau duga ekki til ein og sér. Eins og vegamálastjóri segir eru fyrirhugaðar framkvæmdir miðaðar við arðsemismælikvarða. Ef ábati er ekki talinn nægur til að réttlæta kostnað, er ekki líklegt að framkvæmdin verði ofarlega í forgangsröðun yfirvalda. Hins vegar er hægt að flýta framkvæmdum með annars konar fjármögnun. Slíkt reyndist vel í tilfelli Hvalfjarðaganga, þar sem fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar lögðust á eitt til að af þeim yrði þegar stjórnvöld vildu ekki taka þátt í fjármögnuninni. Nú er enn eitt formið til umræðu þar sem upphaf framkvæmda er háð samþykki fjárveitingarvaldsins, það er þingsins. Skiptar skoðanir eru þó enn um það hvort áætlanir séu raunhæfar, en þingmenn munu skera úr um það á næstunni. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira