Innlent

Framsókn ósátt við reikninga

Strætóskýli. Myndin er úr safni.
Strætóskýli. Myndin er úr safni.
AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur flest strætóskýli borgarinnar, hefur höfðað mál á hendur Framsóknarflokknum vegna birtingarkostnaðar á auglýsingum flokksins fyrir þingkosningarnar 2009.

Að sögn Einars Hermannssonar, framkvæmdastjóra JCDecaux, telur félagið sig eiga inni tæpar tvær milljónir hjá flokknuum, sem neitar að borga og ber við að samið hefði verið um lægri kostnað. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, vildi ekki tjá sig um málið í gær.

Sama kosningabarátta hefur áður endað fyrir dómi, þegar auglýsingastofan Gott fólk stefndi flokknum fyrir dóm vegna tveggja milljóna skuldar. Gott fólk er farin í þrot, en það mál leystist án aðkomu dómstóla. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×