Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring 8. nóvember 2011 05:30 þjórsárver Verði drögin samþykkt óbreytt verða Þjórsárver gerð að griðlandi. Það þýðir að ekki verður af Norðlingaölduveitu.fréttablaðið/vilhelm Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Hvar stendur rammaáætlun? Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. Langt ferli liggur að baki tillögunni og því er fráleitt lokið. Umsagnarfrestur rennur út á föstudaginn og ljóst er að fleiri umsagnir eiga eftir að koma inn. Engin náttúruverndarsamtök hafa til að mynda sent inn umsögn en ljóst er að mörg hver hyggja á það. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þar á bæ sé unnið að umsögn. Hann segir ferlið opið og gott og taki að mörgu leyti mið af því sem þekkist í nágrannalöndunum. Margir hafa gagnrýnt þann tíma sem farið hefur í vinnuna, en Árni segir slíka gagnrýni ekki skila miklu. „Við erum komin á þennan stað með þessa vinnu, með skýrslu í umsagnarferli. Í sjálfu sér er tilgangslítið að gagnrýna það svo mikið. Meginatriðið er að ná niðurstöðu sem er ásættanleg.“ Meðal innkominna umsagna má nefna sjö frá einstaklingum og tíu frá bæjarfélögum. Þá hafa Rarik, Samorka og Fallorka sent inn umsagnir, auk Orkusölunnar. Af umsögnum má sjá að um málamiðlun er að ræða. Ýmist er kvartað yfir því að svæði falli í verndar- eða nýtingarflokk og einstaka sinnum að þau séu færð úr öðrum hvorum flokknum í biðflokk. Gjástykki virðist vera umdeilt svæði, en það fellur undir verndarflokk samkvæmt tillögunni. Bent er á að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi, staðfestu af umhverfisráðherra, sé gert ráð því að nýta allt að 45 megavött á svæðinu. Árni segir mesta akkinn í drögunum að fá færi á að vernda ósnortin svæði. Í þeim felist verðmæti, enda séu ekki mörg slík eftir í Evrópu. Þá segir hann fagnaðarefni að ekki verði af Norðlingaölduveitu, en samkvæmt drögunum verða Þjórsárver friðland. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira