Innlent

Sveppi í bíó og reiðhjól í vinning

Ragna Marinósdóttir
Ragna Marinósdóttir
Sjálfur Sveppi mun mæta á sérstaka sýningu á Algjörum Sveppa og töfraskápnum á morgun, 30. október, kl. 12 í Kringlubíói. Bíómiðinn gildir sem happdrætti og verða reiðhjólin sem Sveppi og félagar hjóla á í myndinni í vinning.

Allur ágóði af sýningunni rennur til styrktarsjóðs Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

„Hlutverk sjóðsins er að styrkja langveik börn og foreldra þeirra, sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna,“ segir Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju.

„Við erum upp á almenning og fyrirtæki í landinu komin með rekstur þessa styrktarsjóðs. Við viljum gjarnan að hann styrkist sem mest svo að við getum hjálpað sem flestum foreldrum sem leita til okkar.“

Að sögn Rögnu er þörfin mikil. „Stundum þarf að kaupa stærri bíl fyrir fjölskyldu barns með hjálpartæki, auk þess sem foreldrar þurfa í sumum tilvikum að hætta að vinna úti.

Við höfum getað veitt foreldrum sem ekki komast út að vinna styrk en hann er ekki mjög hár. Það er mikið álag á foreldrum, sem hafa ekki alltaf ráð á að sinna þörfum annarra barna sinna sem skyldi.“

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×