Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári 29. október 2011 02:00 Tillögur að breytingum kynntar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti á fót starfshóp til að koma með tillögur að úrbótum í heilbrigðiskerfinu og voru niðurstöður hópsins kynntar formlega í gær.fréttablaðið/vilhelm Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira