Innlent

Dómur fellur um neyðarlög

Hæstiréttur Íslands dæmir í dag hvort neyðarlögin svokölluðu standist stjórnarskrá.

Um er að ræða ellefu mál sem verður dæmt í, en málin snúast í stórum dráttum um það hvort smásöluinnlán, eða svokölluð Icesave-lán, og heildsöluinnlán séu forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst fyrr á árinu að þeirri niðurstöðu að lánin væru forgangskröfur. Ef Hæstiréttur staðfestir dóminn geta útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hafist.- jhh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×