120.000 króna rafmagnsreikningur 27. október 2011 03:00 Bíldudalur Orkubú Vestfjarða sendir nú út bakreikninga til íbúa á Bíldudal eftir árlegan lestur af rafmagnsmælum. fréttablaðið/vilhelm Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv
Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira