Innlent

Ágætis byrjun fyrir sex vikna

Svanurinn kynntur Ráðhærra færði nýbökuðum foreldrum umhverfisvottaðar vörur.fréttablaðið/stefán
Svanurinn kynntur Ráðhærra færði nýbökuðum foreldrum umhverfisvottaðar vörur.fréttablaðið/stefán
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mætti í gær á heilsugæsluna í Miðbæ í Reykjavík til að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir nýbökuðum foreldrum sem þangað komu með börn sín í sex vikna skoðun.

Ráðherrann færði foreldrunum poka með vörum vottuðum með Svansmerkinu og bækling um „mikilvægi þess að að velja umhverfisvottað fyrir ungabörn,“ eins og segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun sem nú gengst fyrir átakinu Ágætis byrjun til að kynna Svaninn.

Ætlunin er að öll börn sem fædd eru á þessu ári og 2012 fái poka eins og þá sem ráðherrann færði skjólstæðingum Miðbæjar í gær.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×