Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur 26. október 2011 04:30 Rándýrt tæki Þegar rætt var um samstarfið á fyrstu stigum þess árið 2007 voru einkum tvær þyrlutegundir nefndar til sögunnar sem mögulegur kostur. Önnur var AgustaWestland EH1 og hin Sikorsky S-92. Sú síðari sést hér á myndinni. Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira