Sjóleiðis skal það vera Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. október 2011 06:00 Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni. Á ferðum mínum milli suðurs og norðurs hef ég mætt hundruðum, ef ekki þúsundum þessara bíla og tekið fram úr þeim nokkrum. Ég viðurkenni þó að veigra mér við að aka fram úr svo löngum farartækjum og þarf að telja í mig kjark til að keyra á öfugum vegarhelmingi þann tíma sem það tekur að komast fram fyrir tíuhjóla trukk með tengivagn. Einu sinni sagði mér ágætur bílstjóri að hann stoppaði frekar og biði stundarkorn í vegkantinum en að fara fram úr flutningabíl. Nýlega var ég á ferðinni á þjóðvegi eitt eftir myrkur. Margur gæti haldið að þá væri leiðin greið og fáir á ferli til að trufla aksturinn en svo var ekki. Eins og leðurblökur á hjólum fóru tengivagnatrukkarnir á stjá eftir að skyggja tók og fóru um í flokkum. Ég hætti að telja þegar fjöldinn sem ég mætti var kominn á annan tug áður en ég komst í Varmahlíð frá Akureyri. Í vegaskálanum sátu bílstjórarnir svo bláklæddir í hópum og drukku kaffi. Svart, vonaði ég, svo þeir sofnuðu ekki við aksturinn. Ég blótaði því að ekki væri hægt að treysta á auðan veg svona seint á mánudagskvöldi. Að þessir flutningar gætu ekki farið fram með öðrum leiðum en á örmjóum þjóðveginum og hvern fjárann væri svona mikilvægt að flytja að það gæti ekki beðið til morguns. Ég var orðin þess fullviss að flutningsfyrirtækin hefðu það eina markmið að tefja fyrir mér og var steytandi hnefann þegar trukkurinn fyrir framan mig gaf mér vinsamlega merki um að óhætt væri að fara fram úr. Þegar ég var komin fram fyrir hann lækkaði hann fljóðljósin af tillitssemi við mig. Í myrkrinu vonaði ég að hann hefði ekki séð hnefann á lofti stuttu áður. Það rann upp fyrir mér að kannski væru flutningabílarnir einmitt á ferðinni svona seint til að trufla sem minnst aðra umferð og að ég væri ekki síður fyrir þeim en þeir mér. Fyrir hönd okkar beggja vona ég því að strandflutningar verði teknir upp aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni. Á ferðum mínum milli suðurs og norðurs hef ég mætt hundruðum, ef ekki þúsundum þessara bíla og tekið fram úr þeim nokkrum. Ég viðurkenni þó að veigra mér við að aka fram úr svo löngum farartækjum og þarf að telja í mig kjark til að keyra á öfugum vegarhelmingi þann tíma sem það tekur að komast fram fyrir tíuhjóla trukk með tengivagn. Einu sinni sagði mér ágætur bílstjóri að hann stoppaði frekar og biði stundarkorn í vegkantinum en að fara fram úr flutningabíl. Nýlega var ég á ferðinni á þjóðvegi eitt eftir myrkur. Margur gæti haldið að þá væri leiðin greið og fáir á ferli til að trufla aksturinn en svo var ekki. Eins og leðurblökur á hjólum fóru tengivagnatrukkarnir á stjá eftir að skyggja tók og fóru um í flokkum. Ég hætti að telja þegar fjöldinn sem ég mætti var kominn á annan tug áður en ég komst í Varmahlíð frá Akureyri. Í vegaskálanum sátu bílstjórarnir svo bláklæddir í hópum og drukku kaffi. Svart, vonaði ég, svo þeir sofnuðu ekki við aksturinn. Ég blótaði því að ekki væri hægt að treysta á auðan veg svona seint á mánudagskvöldi. Að þessir flutningar gætu ekki farið fram með öðrum leiðum en á örmjóum þjóðveginum og hvern fjárann væri svona mikilvægt að flytja að það gæti ekki beðið til morguns. Ég var orðin þess fullviss að flutningsfyrirtækin hefðu það eina markmið að tefja fyrir mér og var steytandi hnefann þegar trukkurinn fyrir framan mig gaf mér vinsamlega merki um að óhætt væri að fara fram úr. Þegar ég var komin fram fyrir hann lækkaði hann fljóðljósin af tillitssemi við mig. Í myrkrinu vonaði ég að hann hefði ekki séð hnefann á lofti stuttu áður. Það rann upp fyrir mér að kannski væru flutningabílarnir einmitt á ferðinni svona seint til að trufla sem minnst aðra umferð og að ég væri ekki síður fyrir þeim en þeir mér. Fyrir hönd okkar beggja vona ég því að strandflutningar verði teknir upp aftur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun