Innlent

Hlaut 15 mánaða dóm fyrir smygl

kókaínpakkningar Burðardýrin fluttu hluta efnanna innvortis til landsins.
kókaínpakkningar Burðardýrin fluttu hluta efnanna innvortis til landsins.
Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Efnið sem þau fluttu til landsins var sterkt og hefði mátt framleiða úr því rúmlega tvö kíló af kókaíni, að því er fram kemur í dómnum.

Burðardýrin tvö, rúmlega tvítug kona og karlmaður á fertugsaldri, voru stöðvuð í Leifsstöð í ágúst á síðasta ári. Þau voru þá að koma frá Alicante á Spáni. Maðurinn reyndist vera með rúm 160 grömm af kókaíni innvortis og konan með afganginn, sumt innvortis en hluta innanklæða. Þau játuðu sök.

Konan greindi frá því fyrir dómi að konan sem fékk fimmtán mánaða dóm hefði beðið sig að sækja fíkniefni út og fengi hún 100 þúsund krónur fyrir ferðina. Höfuðpaurinn, sem hún taldi vinkonu sína, hefði síðan annast skipulag ferðarinnar og fjármögnun.

Maðurinn kvaðst hafa verið í fíkniefnaskuld á þessum tíma. Hann hefði átt að fá niðurfellingu hennar og hálfa milljón fyrir ferðina. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×