Innlent

Áríðandi að tilkynna níðið strax

Hross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tvö dýraníðsmál.
Hross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tvö dýraníðsmál.
„Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax samband við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórða málið þar sem níðst hefur verið á hryssum með því að skera í kynfæri þeirra kom upp í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Það var kært til lögreglu eins og gert var í fyrri tilvikum. Í síðasta skiptið var um að ræða hryssu sem var misþyrmt í hesthúsi á Kjóavöllum.

Árni Þór segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinni að rannsókn þessa máls, sem og málsins sem kom upp í síðasta mánuði þegar þrjár hryssur í beitarhólfi í Kjós reyndust vera illa útleiknar eftir að eggvopni hafði verið beitt á kynfæri þeirra.

„Telji fólk sig sjá merki um áverka á hryssum er afar mikilvægt að lögregla geti komið strax á staðinn, ekki nokkrum klukkustundum eða sólarhringum síðar, og séð hvort um einhver verksummerki sé um að ræða. Því er afar áríðandi að fólk bíði ekki með tilkynninguna því ummerki á vettvangi myndu geta leitt lögreglu áfram og sammerkt fleiri en einn stað ef til þess kemur.“- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×