Innlent

Björgun heldur áfram á morgun

Í KAfi Salka GK sökk í Sandgerðishöfn og aðeins möstrin standa upp úr sjónum. Vonast er til þess að hægt verði að hífa Sölku upp í dag. Mynd/Víkurfréttir
Í KAfi Salka GK sökk í Sandgerðishöfn og aðeins möstrin standa upp úr sjónum. Vonast er til þess að hægt verði að hífa Sölku upp í dag. Mynd/Víkurfréttir
Vonast er til þess að hægt verði að bjarga Sölku GK úr Sandgerðishöfn þar sem hún hefur legið í kafi frá því á sunnudag.

Salka, sem er 30 tonna trébátur, sökk við höfnina eftir að stálbáturinn Rán GK sigldi á hana með þeim afleiðingum að rifa kom á skrokk bátsins.

Sigurður Örn Stefánsson, hjá kafaraþjónustu Sigurðar, sem vinnur að björgun bátsins, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki hafi tekist að fá krana til að hífa hann upp úr sjónum.

„Ég á von á að fá kranann á morgun og komast í þetta um hádegið. Við lagfærðum rifu á skrokknum og munum svo á morgun hífa bátinn upp og dæla úr honum jafnóðum.“

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×