Innlent

Skoðað hvort ákvæðum sé fylgt

Ríkisendurskoðun Unnið er að úttekt á öllum þjónustusamningum ráðuneytanna til að athuga hvort öllum samningsákvæðum sé fylgt.
Ríkisendurskoðun Unnið er að úttekt á öllum þjónustusamningum ráðuneytanna til að athuga hvort öllum samningsákvæðum sé fylgt.
Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á öllum bindandi þjónustusamningum ráðuneytanna, sem eru rúmlega 140 talsins. Búið er að kalla eftir frekari upplýsingum og svörum frá fimm ráðuneytum og hafa þrjú svarað: mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og forsætisráðuneyti.

Með úttektinni er meðal annars verið að leitast við að sjá hve mikið er um að greitt sé eftir útrunnum samningum, hvernig hlutverk verkkaupa er skilgreint, hvernig ráðuneytin sinna hlutverki sínu sem verkkaupi og hvernig eftirliti þeirra með stofnunum sínum og þeim samningum sem þær gera er háttað.

Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin hafi oft og tíðum orðið þess áskynja að unnið hafi verið árum saman samkvæmt útrunnum samningum og eins hafi verið misbrestur á því að fylgt hafi verið eftir ákvæðum þeirra.

Þau ráðuneyti sem hafa enn ekki svarað Ríkisendurskoðun eru iðnaðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×