Slitsterk jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður 25. október 2011 11:00 Gunnar segir fáa dekkjaframleiðendur enn framleiða 38 tommu dekk og því séu AT405 dekkin frá Arctic Trucks mjög eftirsótt. Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, almennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arctic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk hágæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunarstjórinn Gunnar Haraldsson. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkróskurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og þá aðallega hugsað um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðarleg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þessum stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvember.“ Gunnar segir marga viðskiptavini Arctic Trucks vera áhugafólk um jeppa og útivist. Fyrirtækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólksbíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veitum er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“ Sérblöð Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, almennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arctic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk hágæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunarstjórinn Gunnar Haraldsson. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkróskurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og þá aðallega hugsað um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðarleg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þessum stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvember.“ Gunnar segir marga viðskiptavini Arctic Trucks vera áhugafólk um jeppa og útivist. Fyrirtækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólksbíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veitum er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“
Sérblöð Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira