Sérfróðir um rafgeyma 19. október 2011 11:00 Rafgeymasalan Meira er að gera hjá Rafgeymasölunni nú en eftir hrun, einkum í rafgeymadeildinni. Mynd/gva Rafgeymasalan sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafgeymum fyrir allar tegundir farartækja, svo sem bíla, vinnuvélar og báta. „Eins erum við með geyma í gólfþvottavélar, golfbíla, golfkerrur, vinnulyftur og fleira. Auk þess erum við stórir í varaafli fyrir tölvur og UPSa,“ segir Sigfús Tómasson, starfsmaður Rafgeymasölunnar. Hann segir fólk geta komið og fengið geyminn sinn mældan sér að kostnaðarlausu. „Við álagsprófum hann, athugum hleðslu og setjum í nýjan ef þarf,“ segir Sigfús. Hann segir meira að gera nú en fyrir hrun og þá sérstaklega í rafgeymadeildinni. „Fólk keypti sér ekki nýja bíla í tvö til þrjú ár og fleiri þurfa því á viðhaldi að halda.“ Sigfús segir fyrsta rafgeyminn yfirleitt duga í sex til átta ár en rafgeymar í eldri bílum endast í um það bil fjögur. Rafgeymasalan rekur sögu sína til ársins 1948 þegar Rafgeymir hf. var stofnað við Lækinn í Hafnarfirði. Þar voru framleiddir KENTAR-rafgeymar og var vinnan fólgin í því að búa til rafgeyma frá grunni, eins nærri því og komist var. „Á þessum árum var innflutningsbann á rafgeymum eins og fleiri vörum sem menn álitu að hægt væri að framleiða hér á landi. Í kringum 1970 voru þessi höft afnumin og menn fóru að huga að innflutningi á erlendum rafgeymum. Enn má sjá rafgeymi sem var framleiddur hér á landi hjá Rafgeymasölunni en í dag flytur fyrirtækið aðallega inn geyma frá þýska framleiðandanum Berga.“ Árið 1982 keypti Ármann Sigurðsson, núverandi eigandi, rekstur Rafgeymis hf. en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1957. Hann gaf því nafnið Rafgeymasalan ehf. og hefur það verið rekið undir því nafni síðan. Árið 1998 flutti fyrirtækið í núverandi húsnæði að Dalshrauni 17. Þar starfa þrír starfsmenn, aðstaðan er til fyrirmyndar og er rík áhersla lögð á fyrirtaks þjónustu. Sérblöð Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Meira er að gera hjá Rafgeymasölunni nú en eftir hrun, einkum í rafgeymadeildinni. Mynd/gva Rafgeymasalan sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafgeymum fyrir allar tegundir farartækja, svo sem bíla, vinnuvélar og báta. „Eins erum við með geyma í gólfþvottavélar, golfbíla, golfkerrur, vinnulyftur og fleira. Auk þess erum við stórir í varaafli fyrir tölvur og UPSa,“ segir Sigfús Tómasson, starfsmaður Rafgeymasölunnar. Hann segir fólk geta komið og fengið geyminn sinn mældan sér að kostnaðarlausu. „Við álagsprófum hann, athugum hleðslu og setjum í nýjan ef þarf,“ segir Sigfús. Hann segir meira að gera nú en fyrir hrun og þá sérstaklega í rafgeymadeildinni. „Fólk keypti sér ekki nýja bíla í tvö til þrjú ár og fleiri þurfa því á viðhaldi að halda.“ Sigfús segir fyrsta rafgeyminn yfirleitt duga í sex til átta ár en rafgeymar í eldri bílum endast í um það bil fjögur. Rafgeymasalan rekur sögu sína til ársins 1948 þegar Rafgeymir hf. var stofnað við Lækinn í Hafnarfirði. Þar voru framleiddir KENTAR-rafgeymar og var vinnan fólgin í því að búa til rafgeyma frá grunni, eins nærri því og komist var. „Á þessum árum var innflutningsbann á rafgeymum eins og fleiri vörum sem menn álitu að hægt væri að framleiða hér á landi. Í kringum 1970 voru þessi höft afnumin og menn fóru að huga að innflutningi á erlendum rafgeymum. Enn má sjá rafgeymi sem var framleiddur hér á landi hjá Rafgeymasölunni en í dag flytur fyrirtækið aðallega inn geyma frá þýska framleiðandanum Berga.“ Árið 1982 keypti Ármann Sigurðsson, núverandi eigandi, rekstur Rafgeymis hf. en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1957. Hann gaf því nafnið Rafgeymasalan ehf. og hefur það verið rekið undir því nafni síðan. Árið 1998 flutti fyrirtækið í núverandi húsnæði að Dalshrauni 17. Þar starfa þrír starfsmenn, aðstaðan er til fyrirmyndar og er rík áhersla lögð á fyrirtaks þjónustu.
Sérblöð Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent