Ghostigital á Iceland Airwaves: Harðasta bandið 17. október 2011 14:30 Ghostigital. Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj
Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira