Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans 14. október 2011 04:00 Aðgerðir kynntar starfsmönnum Starfmannafundir innan LSH voru haldnir á átta mismunandi stöðum í gær þar sem farið var yfir niðurskurðaraðgerðir næsta árs.fréttablaðið/gva Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira