Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans 14. október 2011 04:00 Aðgerðir kynntar starfsmönnum Starfmannafundir innan LSH voru haldnir á átta mismunandi stöðum í gær þar sem farið var yfir niðurskurðaraðgerðir næsta árs.fréttablaðið/gva Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira