Innlent

Erlingur Halldórsson látinn

Erlingur E. Halldórsson
Erlingur E. Halldórsson
Erlingur E. Halldórsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Erlingur fæddist 26. mars 1930 á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, bóndi þar, og eiginkona hans, Steinunn Jónsdóttir.

Erlingur nam forspjallsvísindi og norrænu við Háskóla Íslands og leiklistarfræði í París og Vín árin 1952 til 1959.

Erlingur starfaði sem leikstjóri og rithöfundur í Reykjavík frá 1960 og setti upp fjölda sviðsverka. Þá var hann mikilvirkur þýðandi og hlaut til dæmis Íslensku þýðingarverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×