Innlent

Langflestir landsmenn lesa Fréttablaðið

Yfir sextíu prósent landsmanna lesa Fréttablaðið, líkt og verið hefur undanfarna mánuði, samkvæmt nýjustu prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Ekki reynist vera mikill munur á lestri prentmiðla á milli kannana, en flestir miðlarnir dala lítið eitt síðan síðasta könnun var gerð.

Meðallestur á Fréttablaðinu er 60,05 prósent, en var 61,3 í síðustu könnun sem birt var fyrir þremur mánuðum. Meðallestur Morgunblaðsins helst óbreyttur, fer úr 31,7 prósentum í 31,46 prósent. Lestur Fréttatímans var 40,4 prósent í síðustu könnun, sem gerði hann mest lesna vikublaðið. Lestrartölur Fréttatímans hafa farið niður í 36,91 prósent, eða um þrjú og hálft prósentustig.

Meðallestur DV mælist nú 10,91 prósent, sem er samdráttur um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun.

Lestur Viðskiptablaðsins mælist nú 8,66 prósent, en hann var 10,2 prósent. Monitor mælist með 23,54 prósent en var 25 prósent.

Engar breytingar eru á lestri á Finnur.is á milli kannana, en hann hefur haldist í 26 prósentum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×