Matardekur Hrefnu 11. nóvember 2011 13:00 Hrefna Rósa Sætran, landsliðskona í matreiðslu. Andi jólanna hefur boðað komu sína í glæst veitingahús Hrefnu Sætran um miðjan nóvember, en þá mun hún bjóða gestum til nýstárlegs jólahlaðborðs öll hádegi og kvöld fram að jólum. „Þá munum við dekra við gesti okkar í hvívetna, án þess að þeir þurfi nokkurn tímann að standa upp eftir jólakrásunum," segir Hrefna, sem mun færa hverjum og einum gesti jólamatinn beint á borðið. „Allt verður það ríkulega útilátið; hreindýr, pörusteik, laufabrauð og hvaðeina á nýmóðins hátt í bland við gamlarhefðir," segir Hrefna. Á Grillmarkaðinum og Fiskmarkaðinum verða mismunandi jólamatseðlar og sérstakt jóla-sushi á þeim síðarnefnda, með gröfnum og reyktum laxi ásamt öðru lostæti með jólaívafi. „Staðirnir eru afar ólíkir," útskýrir Hrefna. „Á Fiskmarkaðinum er mest lagt upp úr fiskmeti og sushi, á meðan aðall Grillmarkaðarins er íslenskt kjöt og hráefni beint frá bónda. Það gerir gæfumuninn, því himinn og haf er milli íslensks og innflutts kjöts. Við látum kjötið hanga og meðhöndlum það með leynilegri aðferð svo eldun verði fyrsta flokks, því kjöt af nýslátruðu út úr búð er seigt vegna skorts á niðurbroti í vöðvum," upplýsir Hrefna, sem einnig grillar á alvöru kolagrilli á Grillmarkaðinum.„Mörg veitingahús státa af grilli en eru þá í raun að grilla á bragðlausu rafmagnsgrilli. Á Grillmarkaðinum grillum við á sérútbúnu kolagrilli sem gefur hið eftirsóknarverða grillbragð," segir Hrefna, sæl í nýuppgerðu húsnæði Nýja bíós á brunareitnum við Austurstræti. „Fólk er mjög áhugasamt um húsin og við sjáum marga gesti koma aftur og aftur. Hér ríkir einstakur andi og mikil stemning. Mikið er um afvikin rými í húsinu og Grillmarkaðurinn er því tilvalinn fyrir barnafólk líka, því allir geta verið út af fyrir sig," segir Hrefna, sem í Grillmarkaðinum býður afslappað andrúmsloft, fádæma flott húsakynni fyrir gesti af öllum toga og matseðil sem er viðráðanlegur fyrir budduna. „Í hádeginu á báðum stöðum erum við með sömu matseðla og á kvöldin, en fyrir mun lægra verð þótt við slökum hvergi á í hráefni eða þjónustu á móti. Okkur skiptir miklu að fólk hafi valkost í hádeginu, geti komið í fagurt umhverfi og notið holls og góðs matar fyrir sama verð og kostar að velja óhollan skyndibita." Veitingastaðir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Andi jólanna hefur boðað komu sína í glæst veitingahús Hrefnu Sætran um miðjan nóvember, en þá mun hún bjóða gestum til nýstárlegs jólahlaðborðs öll hádegi og kvöld fram að jólum. „Þá munum við dekra við gesti okkar í hvívetna, án þess að þeir þurfi nokkurn tímann að standa upp eftir jólakrásunum," segir Hrefna, sem mun færa hverjum og einum gesti jólamatinn beint á borðið. „Allt verður það ríkulega útilátið; hreindýr, pörusteik, laufabrauð og hvaðeina á nýmóðins hátt í bland við gamlarhefðir," segir Hrefna. Á Grillmarkaðinum og Fiskmarkaðinum verða mismunandi jólamatseðlar og sérstakt jóla-sushi á þeim síðarnefnda, með gröfnum og reyktum laxi ásamt öðru lostæti með jólaívafi. „Staðirnir eru afar ólíkir," útskýrir Hrefna. „Á Fiskmarkaðinum er mest lagt upp úr fiskmeti og sushi, á meðan aðall Grillmarkaðarins er íslenskt kjöt og hráefni beint frá bónda. Það gerir gæfumuninn, því himinn og haf er milli íslensks og innflutts kjöts. Við látum kjötið hanga og meðhöndlum það með leynilegri aðferð svo eldun verði fyrsta flokks, því kjöt af nýslátruðu út úr búð er seigt vegna skorts á niðurbroti í vöðvum," upplýsir Hrefna, sem einnig grillar á alvöru kolagrilli á Grillmarkaðinum.„Mörg veitingahús státa af grilli en eru þá í raun að grilla á bragðlausu rafmagnsgrilli. Á Grillmarkaðinum grillum við á sérútbúnu kolagrilli sem gefur hið eftirsóknarverða grillbragð," segir Hrefna, sæl í nýuppgerðu húsnæði Nýja bíós á brunareitnum við Austurstræti. „Fólk er mjög áhugasamt um húsin og við sjáum marga gesti koma aftur og aftur. Hér ríkir einstakur andi og mikil stemning. Mikið er um afvikin rými í húsinu og Grillmarkaðurinn er því tilvalinn fyrir barnafólk líka, því allir geta verið út af fyrir sig," segir Hrefna, sem í Grillmarkaðinum býður afslappað andrúmsloft, fádæma flott húsakynni fyrir gesti af öllum toga og matseðil sem er viðráðanlegur fyrir budduna. „Í hádeginu á báðum stöðum erum við með sömu matseðla og á kvöldin, en fyrir mun lægra verð þótt við slökum hvergi á í hráefni eða þjónustu á móti. Okkur skiptir miklu að fólk hafi valkost í hádeginu, geti komið í fagurt umhverfi og notið holls og góðs matar fyrir sama verð og kostar að velja óhollan skyndibita."
Veitingastaðir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira