Illa á mig kominn eftir kálfaat Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. október 2011 10:00 Jón, þú sem ert kominn af víkingum, ert þú ekki til í að stíga inn í nautaatshringinn og etja kappi við kálf?" Nú voru góð ráð dýr því það er Santiago úr Nautaatsfélagi Priego de Córdoba sem spyr. Sá hinn sami og fengið hefur að heyra milljón sögur af vaskri þjóð í norðri með víkingablóð í æðum sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þegar ég fæ þess áskorun framan í mig snemma dags varð mér hugsað til Gunnlaugs sögu ormstungu. Þegar Gunnlaugur skoraði Hrafn á hólm svaraði sá síðarnefndi; „þetta er vel boðið eins og von var að þér og er ég þessa albúinn þegar þú vilt." Hvað hefði gerst hefði Hrafn svarað eins og ég var um það bil að gera: „Ha! Nei, er þetta ekki stórhættulegt? Við skulum ekkert vera að þessu." Menn hefðu ekki verið að sóa kálfskinni í slíka sögu svo ég svara: „Vel er boðið og skal ekki undan skorast leik þessum," eða eitthvað á þá leið. Sá ég strax eftir því að hafa þegið boðið. En til að hugga mig minntist ég þess að hafa séð í sjónvarpinu Fernando nokkurn, sem er fyrrverandi körfuknattleiksmaður, etja kappi við kálf og sýndist mér kálfur sá svo lítill að kappinn hefði getað stígið á hann eins og sígarettustubb. Þegar ég mæti á nautaatstorgið tóku á móti mér svignandi veisluborð og vínið rann í stríðum straumum. Stóð þar til dæmis fögur kona við tunnu eina mikla og jós sætu víni úr henni að hætti Spánverja. Var framganga mín þar öll í ætt við fornkappana og hefði Egill sjálfur líklega ekki gert betur við þetta tækifæri. Ég lét þó vera að skjóta spýju yfir fólk. Spjalla ég við viðstadda og kemst að því að Fernando þessi er yfir tveir metrar á hæð og hvaða skepna sem væri líktist sígarettustubbi við fætur hans. Varð mér órótt. Ekki skánaði það þegar ég sé kálfinn hlaupa inn í hringinn en hann er hornóttur vel, fjörugur og aðeins stærri en ég hefði kosið. Ekki varð mér þó meint af hlaupinu sjálfu, þurfti til dæmis ekki að girða fyrir innyflin eins og Gísli Súrsson. En daginn eftir vaknaði ég með alveg skelfilegan hausverk. Það var sem ég vissi; þetta er stórhættulegur asskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Jón, þú sem ert kominn af víkingum, ert þú ekki til í að stíga inn í nautaatshringinn og etja kappi við kálf?" Nú voru góð ráð dýr því það er Santiago úr Nautaatsfélagi Priego de Córdoba sem spyr. Sá hinn sami og fengið hefur að heyra milljón sögur af vaskri þjóð í norðri með víkingablóð í æðum sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þegar ég fæ þess áskorun framan í mig snemma dags varð mér hugsað til Gunnlaugs sögu ormstungu. Þegar Gunnlaugur skoraði Hrafn á hólm svaraði sá síðarnefndi; „þetta er vel boðið eins og von var að þér og er ég þessa albúinn þegar þú vilt." Hvað hefði gerst hefði Hrafn svarað eins og ég var um það bil að gera: „Ha! Nei, er þetta ekki stórhættulegt? Við skulum ekkert vera að þessu." Menn hefðu ekki verið að sóa kálfskinni í slíka sögu svo ég svara: „Vel er boðið og skal ekki undan skorast leik þessum," eða eitthvað á þá leið. Sá ég strax eftir því að hafa þegið boðið. En til að hugga mig minntist ég þess að hafa séð í sjónvarpinu Fernando nokkurn, sem er fyrrverandi körfuknattleiksmaður, etja kappi við kálf og sýndist mér kálfur sá svo lítill að kappinn hefði getað stígið á hann eins og sígarettustubb. Þegar ég mæti á nautaatstorgið tóku á móti mér svignandi veisluborð og vínið rann í stríðum straumum. Stóð þar til dæmis fögur kona við tunnu eina mikla og jós sætu víni úr henni að hætti Spánverja. Var framganga mín þar öll í ætt við fornkappana og hefði Egill sjálfur líklega ekki gert betur við þetta tækifæri. Ég lét þó vera að skjóta spýju yfir fólk. Spjalla ég við viðstadda og kemst að því að Fernando þessi er yfir tveir metrar á hæð og hvaða skepna sem væri líktist sígarettustubbi við fætur hans. Varð mér órótt. Ekki skánaði það þegar ég sé kálfinn hlaupa inn í hringinn en hann er hornóttur vel, fjörugur og aðeins stærri en ég hefði kosið. Ekki varð mér þó meint af hlaupinu sjálfu, þurfti til dæmis ekki að girða fyrir innyflin eins og Gísli Súrsson. En daginn eftir vaknaði ég með alveg skelfilegan hausverk. Það var sem ég vissi; þetta er stórhættulegur asskoti.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun