Hagvöxtur & ávöxtun Már Wolfgang Mixa skrifar 5. október 2011 06:00 Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun