Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna 1. október 2011 06:30 Margrét kristmannsdóttir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira