Telja að merkingar hækki ekki verð 1. október 2011 03:00 Repja Fjöldi matvælaframleiðenda um heim allan notar erfðabreytt hráefni í framleiðslu sína. norcidphotos/afp Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira