Innlent

20 milljónir úr fatakaupum

neyðin er mikil Sameinuðu þjóðirnar telja að um 750.000 manns í Sómalíu geti dáið á næstu vikum fái þeir ekki hjálp.nordicphotos/afp
neyðin er mikil Sameinuðu þjóðirnar telja að um 750.000 manns í Sómalíu geti dáið á næstu vikum fái þeir ekki hjálp.nordicphotos/afp
Rauði kross Íslands afhendir 20 milljón króna framlag fatasöfnunarverkefnis til neyðaraðstoðar í Sómalíu á föstudag. Fjármagnið er fengið fyrir sölu á fatnaði sem fólk gefur Rauða krossinum.

Framlag Rauða kross Íslands nemur nú alls um 56 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Sómalíu því áður höfðu safnast 36 milljónir. Stærstu samstarfsaðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Flytjandi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×