Haraldur kallar málflutning Gylfa „kjaftæði“ 30. september 2011 04:30 Haraldur Benediktsson Gylfi Arnbjörnsson Bændasamtök Íslands gera alvarlegar athugasemdir við málflutning Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, um matvælaverð og verðbólgu. Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málflutningur Gylfa væri „kjaftæði“. Gylfi sagði verðhækkanir á íslenskum matvælum helstu orsök hækkandi verðbólgu í samtali við Ríkisútvarpið í fyrradag. Verðbólga mældist 5,7 prósent í september og hafði þá hækkað um 0,7 prósentustig milli mánaða. Í yfirlýsingu frá Bændasamtökunum segir að verð innlendra búvara, án grænmetis, hafi hækkað um 22,5 prósent frá september 2008 sem sé nánast sama prósenta og almennt verðlag. Þá hafi verð innfluttra matvara hækkað talsvert meira á tímabilinu. Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að bændur hafi frá bankahruni lagt sitt af mörkum til að halda niðri vöruverði. Samningar hins opinbera við bændur hafi verið endurskoðaðir og það verið dregið í lengstu lög að hækka verð þrátt fyrir miklar hækkanir á verði aðfanga. ASÍ brást við yfirlýsingu Bændasamtakanna síðar í gær. Í pistli á vefsíðu sambandsins sagði Gylfi hóflegar launahækkanir verkafólks ekki réttlæta 10 prósenta hækkun á landbúnaðarafurðum upp á síðkastið, eins prósents hækkun hefði nægt. Þá sagði Gylfi fullyrðingar Haraldar eiga fátt skylt við veruleikann.- mþl Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson Bændasamtök Íslands gera alvarlegar athugasemdir við málflutning Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, um matvælaverð og verðbólgu. Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málflutningur Gylfa væri „kjaftæði“. Gylfi sagði verðhækkanir á íslenskum matvælum helstu orsök hækkandi verðbólgu í samtali við Ríkisútvarpið í fyrradag. Verðbólga mældist 5,7 prósent í september og hafði þá hækkað um 0,7 prósentustig milli mánaða. Í yfirlýsingu frá Bændasamtökunum segir að verð innlendra búvara, án grænmetis, hafi hækkað um 22,5 prósent frá september 2008 sem sé nánast sama prósenta og almennt verðlag. Þá hafi verð innfluttra matvara hækkað talsvert meira á tímabilinu. Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að bændur hafi frá bankahruni lagt sitt af mörkum til að halda niðri vöruverði. Samningar hins opinbera við bændur hafi verið endurskoðaðir og það verið dregið í lengstu lög að hækka verð þrátt fyrir miklar hækkanir á verði aðfanga. ASÍ brást við yfirlýsingu Bændasamtakanna síðar í gær. Í pistli á vefsíðu sambandsins sagði Gylfi hóflegar launahækkanir verkafólks ekki réttlæta 10 prósenta hækkun á landbúnaðarafurðum upp á síðkastið, eins prósents hækkun hefði nægt. Þá sagði Gylfi fullyrðingar Haraldar eiga fátt skylt við veruleikann.- mþl
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira