Græna hagkerfið verður eflt 30. september 2011 05:00 Grænt hagkerfi Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. Fréttablaðið/valli Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira