Innlent

Mikilvægt að sátt náist í kjaradeilu

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir mikilvægt að kjaradeila lögreglumanna verði sett í ferli sem leiði til sáttar. Það verði hins vegar ekki gert á einu andartaki.

„Að sjálfsögðu hljótum við að hafa af því áhyggjur þegar mikilvæg starfsstétt eins og lögreglan er eins óánægð með sín kjör og raun ber vitni,“ segir Ögmundur og bætir við:

„Menn hins vegar undirgengust ferli á sínum tíma um hvernig komast skyldi að niðurstöðu í kjaramálum. Það skyldi samið um kjör og næðust ekki samningar þá færi deilan fyrir kjaradóm.“

Á fundi aðgerðasveitar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu í gær var lögð fram bókun um hópúrsagnir úr sveitinni. Mikill meirihluti fundarmanna samþykkti bókunina en í henni segir að gripið sé til þessa ráðs vegna framkomu stjórnvalda í samningaviðræðum við lögreglumenn.

Ögmundur segir hverjum manni heimilt að segja sig frá störfum sem hann hefur undirgengist af fúsum og frjálsum vilja. Hann geri hins vegar ráð fyrir að lögreglumenn muni áfram sinna sínum starfsskyldum eins og þeir hafi sjálfir lýst yfir.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×