Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum 29. september 2011 06:00 Steinunn Gyðu- og guðjónsdóttir Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira