Ávinningur af útboði ólíklegur 28. september 2011 06:00 Myndin er úr safni. „Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. Að sögn Ríkislögreglustjóra var hluti innkaupa löggæslustofnana árin 2008 til 2011 vegna búnaðar sem getið er í vopnalögum. „Sérstakt leyfi ríkislögreglustjóra þarf til þess að flytja handjárn, kylfur og annan valdbeitingarbúnað til landsins og er búnaðurinn einungis heimill til löggæslustarfa. Ríkislögreglustjóri hefur tæmandi yfirlit yfir hverjir hafa slíka heimild og var leitað eftir tilboðum frá þeim aðilum,“ segir í yfirlýsingunni. Af 7,8 milljóna króna viðskiptum við félagið Landsstjörnuna sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við segir Ríkislögreglustjóri að 4,7 milljónir hafi verið vegna kaupa á ákveðnum tegundum lögreglukylfa. „Vandséð er að samkeppnismarkaður sé til staðar fyrir þær tegundir af kylfum sem lögreglan hefur heimild til notkunar. Því er ólíklegt að útboð hefði leitt til betri niðurstöðu.“ Þá segist Ríkislögreglustjóri ekki gera ágreining um að allar vörurnar í þrennum viðskiptum við félagið Trademark ehf. hafi verið lögregluvörur. Það sé hins vegar áréttað „að um þrenn innkaup hafi verið að ræða á ólíkum vörum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera til löggæslustarfa“. Ríkislögreglustjóri bendir á að lögum samkvæmt sé stofnunum ríkisins ekki óheimilt að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. - gar Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
„Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. Að sögn Ríkislögreglustjóra var hluti innkaupa löggæslustofnana árin 2008 til 2011 vegna búnaðar sem getið er í vopnalögum. „Sérstakt leyfi ríkislögreglustjóra þarf til þess að flytja handjárn, kylfur og annan valdbeitingarbúnað til landsins og er búnaðurinn einungis heimill til löggæslustarfa. Ríkislögreglustjóri hefur tæmandi yfirlit yfir hverjir hafa slíka heimild og var leitað eftir tilboðum frá þeim aðilum,“ segir í yfirlýsingunni. Af 7,8 milljóna króna viðskiptum við félagið Landsstjörnuna sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við segir Ríkislögreglustjóri að 4,7 milljónir hafi verið vegna kaupa á ákveðnum tegundum lögreglukylfa. „Vandséð er að samkeppnismarkaður sé til staðar fyrir þær tegundir af kylfum sem lögreglan hefur heimild til notkunar. Því er ólíklegt að útboð hefði leitt til betri niðurstöðu.“ Þá segist Ríkislögreglustjóri ekki gera ágreining um að allar vörurnar í þrennum viðskiptum við félagið Trademark ehf. hafi verið lögregluvörur. Það sé hins vegar áréttað „að um þrenn innkaup hafi verið að ræða á ólíkum vörum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera til löggæslustarfa“. Ríkislögreglustjóri bendir á að lögum samkvæmt sé stofnunum ríkisins ekki óheimilt að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. - gar
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira