Skoða greiðslur til að jafna launamun 28. september 2011 03:00 Formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir kynnti í vor svokallaða jafnlaunapotta fyrir stjórnvöldum og vildi samvinnu um útfærslu á greiðslum úr þeim strax. fréttablaðið/vilhelm Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira