Skoða greiðslur til að jafna launamun 28. september 2011 03:00 Formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir kynnti í vor svokallaða jafnlaunapotta fyrir stjórnvöldum og vildi samvinnu um útfærslu á greiðslum úr þeim strax. fréttablaðið/vilhelm Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira