Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík 28. september 2011 05:30 ósátt Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins fara með ósannindi um framkvæmdaleysi ríkisstjórnarinnar. Það geri þeir gegn betri vitund.fréttablaðið/gva „Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði á fundi samtakanna í gær að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við eigin yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann og því væri henni ekki treystandi lengur. Katrín segir forsvarsmenn SA aldrei hafa lagst jafn lágt og með þessum ummælum sínum. „Þegar formaður SA heldur því fram að ekki hafi verið staðið við neitt í yfirlýsingu okkar frá því í vor, í tengslum við kjarasamning, þá eru það hrein og klár ósannindi og hann veit það vel.“ Katrín segir öll verkefni umræddrar yfirlýsingar ýmist vera í framkvæmd eða lokið, að undanskildum ákveðnum vegaframkvæmdum, en mótmælalistar vegna vegtolla hafi tafið þær. Hún bendir á að framkvæmdir séu í gangi í fjórum virkjunum sem samanlagt muni framleiða 345 megavött af orku. Það jafngildi hálfri Kárahnjúkavirkjun, en framleiðslugeta hennar nemur 690 MW. Virkjanirnar sem Katrín vísar til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW) sem sé komin í framkvæmd, fimmti áfangi Hellisheiðarvirkjunar (85 MW) sem verði tekinn í gagnið um helgina og virkjanir við Bjarnarflag (90 MW) og Þeistareyki (90 MW), en búið sé að bjóða út hönnun á mannvirkjum við þær virkjanir. „Það hentar þeim [forsvarsmönnum SA] ekki að sjá þessar staðreyndir vegna þess að þeir eru komnir á bólakaf í flokkapólitík. Þeir geta ekki unað því að eiga ekki lengur nein handbendi inni í ríkisstjórn.“ Katrín segir forsvarsmenn SA blindaða af flokkapólitík og geta ekki tínt til það sem þó er verið að gera. „Það getur ekki þjónað hagsmunum þeirra umbjóðenda, ég bara trúi því ekki. Við í iðnaðarráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við ýmis aðildarsamtök þeirra að miklum framfaramálum. Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði á fundi samtakanna í gær að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við eigin yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann og því væri henni ekki treystandi lengur. Katrín segir forsvarsmenn SA aldrei hafa lagst jafn lágt og með þessum ummælum sínum. „Þegar formaður SA heldur því fram að ekki hafi verið staðið við neitt í yfirlýsingu okkar frá því í vor, í tengslum við kjarasamning, þá eru það hrein og klár ósannindi og hann veit það vel.“ Katrín segir öll verkefni umræddrar yfirlýsingar ýmist vera í framkvæmd eða lokið, að undanskildum ákveðnum vegaframkvæmdum, en mótmælalistar vegna vegtolla hafi tafið þær. Hún bendir á að framkvæmdir séu í gangi í fjórum virkjunum sem samanlagt muni framleiða 345 megavött af orku. Það jafngildi hálfri Kárahnjúkavirkjun, en framleiðslugeta hennar nemur 690 MW. Virkjanirnar sem Katrín vísar til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW) sem sé komin í framkvæmd, fimmti áfangi Hellisheiðarvirkjunar (85 MW) sem verði tekinn í gagnið um helgina og virkjanir við Bjarnarflag (90 MW) og Þeistareyki (90 MW), en búið sé að bjóða út hönnun á mannvirkjum við þær virkjanir. „Það hentar þeim [forsvarsmönnum SA] ekki að sjá þessar staðreyndir vegna þess að þeir eru komnir á bólakaf í flokkapólitík. Þeir geta ekki unað því að eiga ekki lengur nein handbendi inni í ríkisstjórn.“ Katrín segir forsvarsmenn SA blindaða af flokkapólitík og geta ekki tínt til það sem þó er verið að gera. „Það getur ekki þjónað hagsmunum þeirra umbjóðenda, ég bara trúi því ekki. Við í iðnaðarráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við ýmis aðildarsamtök þeirra að miklum framfaramálum. Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira