Innlent

Mun tengja öll apótek fyrir árslok

Apótek Rafrænni tengingu hefur verið komið á við afgreiðslukerfi 43 apóteka í landinu. fréttablaðið/valli
Apótek Rafrænni tengingu hefur verið komið á við afgreiðslukerfi 43 apóteka í landinu. fréttablaðið/valli
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa hafið rafræna miðlun upplýsinga um réttindastöðu sjúklinga til almennings og veitenda heilbrigðisþjónustu. Er þar meðal annars átt við lækna og apóteka, bæði í gegnum þjónustugáttir stofnunarinnar og með rafrænni tengingu.

Veitendur heilbrigðisþjónustu geta nú nálgast upplýsingar rafrænt til að ákvarða rétta kostnaðarþátttöku sjúklinga án frekari staðfestinga eða framvísunar á afsláttarskírteinum. Á sama tíma getur almenningur skoðað eigin réttindi, sótt afsláttarkort og skoðað reikningsyfirlit og endurgreiðslur vegna heilbrigðisþjónustu.

Upplýsingum um réttindastöðu vegna læknisþjónustu er miðlað til heilbrigðisstofnana með beinum rafrænum samskiptum við upplýsingakerfi og í þjónustusíðu SÍ, www.sjukra.is.

Meðal annars er hægt að komast að því hvort sjúklingur sé sjúkratryggður eða ekki, hvort hann greiði sem öryrki og hvort hann sé með afsláttarkort.

Rafrænni tengingu hefur verið komið á við afgreiðslukerfi 43 apóteka af þeim 63 sem starfrækt eru á landinu og er áætlað að síðustu apótekin tengist fyrir árslok. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×