Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey 27. september 2011 06:00 Atburðirnir höfðu mikil áhrif Sveinn Arason ríkisendurskoðandi orti ljóð sem virðingarvott til kollega sinna í Noregi.fréttblaðið/vilhelm „Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira