Óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum 29. september 2011 11:00 Húsnæðiskaup eru í flestum tilvikum stærsta fjárfesting einstaklinga og að mörgu að hyggja þegar taka skal íbúðalán. Mynd/Gassi Arion banki hefur frá miðjum september boðið viðskiptavinum sínum þá nýjung að geta tekið óverðtryggð íbúðalán til 25 eða 40 ára með föstum vöxtum í fimm ár. Fram til þessa hafa flest húsnæðislán verið verðtryggð og hefur takmarkað framboð af óverðtryggðum lánum oft verið gagnrýnt. Vextir nýju lánanna eru bundnir í fimm ár og í lok vaxtatímabilsins eru þeir endurskoðaðir og munu taka mið af markaðsvöxtum á þeim tíma. Ef lántaka líst ekki á þá vexti sem honum standa þá til boða, getur hann valið milli annarra kosta. Hann getur breytt láninu í verðtryggt lán, annað óverðtryggt lánsform ef það er hagstæðara, eða greitt lánið upp án sérstaks uppgreiðslugjalds. Til að svara spurningunni hvort ráðlegra sé að taka óverðtryggt lán en verðtryggt þarf að mynda sér skoðun á því hvernig líklegast sé að verðbólga og vextir þróist á lánstímanum. Afar erfitt er að spá fyrir um þróun verðbólgu en gagnlegt er að leggja saman áætlaða verðbólgu og vexti verðtryggðs láns. Ef útkoman er lægri en vextir óverðtryggðs láns er að öðru óbreyttu skynsamlegt að velja verðtryggt lán. Sé útkoman hins vegar hærri getur verið skynsamlegt að velja óverðtryggt lán. Hafa ber í huga að greiðslubyrði óverðtryggðra lána er að öllu jöfnu þyngri en verðtryggðra lána, en á móti kemur að eftirstöðvar óverðtryggðu lánanna lækka hraðar en verðtryggðu lánanna og eignamyndun er því örari. Miklu skiptir að taka upplýsta ákvörðun um val á íbúðaláni þar sem húsnæðiskaup eru í flestum tilvikum stærsta fjárfesting einstaklinga. Því er mikilvægt að ákvörðunin sé byggð á réttum forsendum og taki mið af persónulegum þörfum hvers og eins.Ráðgjöf og aðstoð í útibúumÍ útibúum Arion banka býðst ráðgjöf og aðstoð varðandi allt sem snýr að fjármálum heimilanna, svo sem lántöku, sparnaði og fjármálaráðgjöf almennt. Á vef bankans, www.arionbanki.is, má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um lán og annað sem tengist íbúðakaupum. Til að mynda má sjá mælaborð fasteignamarkaðarins sem dregur fram ýmsar áhugaverðar upplýsingar, eins og þróun á íbúðaverði, íbúðaverð eftir landshlutum og ýmislegt fleira. Upplýsingarnar byggja á opinberum gögnum sem tekin eru saman af Datamarket.Samstarf við stofnun um fjármálalæsiUndanfarin ár hefur Arion banki staðið fyrir fræðsluátaki og verið aðalbakhjarl Stofnunar um fjármálalæsi sem beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi Íslendinga. Breki Karlsson er forstöðumaður stofnunarinnar og stýrir fræðsluátaki Arion banka ásamt sérfræðingum bankans.Arion banki býður viðskiptavinum sínum að sækja fræðslu- og kynningarfundi um fjölbreytileg viðfangsefni sem snerta fjármálalæsi og fjármál heimilanna. Meðal annars er fjallað almennt um fjármál, um óverðtryggð íbúðalán og heimilisbókhaldið Meniga svo fátt eitt sé nefnt. Fræðsluefni, t.a.m. stutt fræðslumyndbönd, má nálgast á síðunni arionbanki.is/fraedsla. Sérblöð Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Arion banki hefur frá miðjum september boðið viðskiptavinum sínum þá nýjung að geta tekið óverðtryggð íbúðalán til 25 eða 40 ára með föstum vöxtum í fimm ár. Fram til þessa hafa flest húsnæðislán verið verðtryggð og hefur takmarkað framboð af óverðtryggðum lánum oft verið gagnrýnt. Vextir nýju lánanna eru bundnir í fimm ár og í lok vaxtatímabilsins eru þeir endurskoðaðir og munu taka mið af markaðsvöxtum á þeim tíma. Ef lántaka líst ekki á þá vexti sem honum standa þá til boða, getur hann valið milli annarra kosta. Hann getur breytt láninu í verðtryggt lán, annað óverðtryggt lánsform ef það er hagstæðara, eða greitt lánið upp án sérstaks uppgreiðslugjalds. Til að svara spurningunni hvort ráðlegra sé að taka óverðtryggt lán en verðtryggt þarf að mynda sér skoðun á því hvernig líklegast sé að verðbólga og vextir þróist á lánstímanum. Afar erfitt er að spá fyrir um þróun verðbólgu en gagnlegt er að leggja saman áætlaða verðbólgu og vexti verðtryggðs láns. Ef útkoman er lægri en vextir óverðtryggðs láns er að öðru óbreyttu skynsamlegt að velja verðtryggt lán. Sé útkoman hins vegar hærri getur verið skynsamlegt að velja óverðtryggt lán. Hafa ber í huga að greiðslubyrði óverðtryggðra lána er að öllu jöfnu þyngri en verðtryggðra lána, en á móti kemur að eftirstöðvar óverðtryggðu lánanna lækka hraðar en verðtryggðu lánanna og eignamyndun er því örari. Miklu skiptir að taka upplýsta ákvörðun um val á íbúðaláni þar sem húsnæðiskaup eru í flestum tilvikum stærsta fjárfesting einstaklinga. Því er mikilvægt að ákvörðunin sé byggð á réttum forsendum og taki mið af persónulegum þörfum hvers og eins.Ráðgjöf og aðstoð í útibúumÍ útibúum Arion banka býðst ráðgjöf og aðstoð varðandi allt sem snýr að fjármálum heimilanna, svo sem lántöku, sparnaði og fjármálaráðgjöf almennt. Á vef bankans, www.arionbanki.is, má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um lán og annað sem tengist íbúðakaupum. Til að mynda má sjá mælaborð fasteignamarkaðarins sem dregur fram ýmsar áhugaverðar upplýsingar, eins og þróun á íbúðaverði, íbúðaverð eftir landshlutum og ýmislegt fleira. Upplýsingarnar byggja á opinberum gögnum sem tekin eru saman af Datamarket.Samstarf við stofnun um fjármálalæsiUndanfarin ár hefur Arion banki staðið fyrir fræðsluátaki og verið aðalbakhjarl Stofnunar um fjármálalæsi sem beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi Íslendinga. Breki Karlsson er forstöðumaður stofnunarinnar og stýrir fræðsluátaki Arion banka ásamt sérfræðingum bankans.Arion banki býður viðskiptavinum sínum að sækja fræðslu- og kynningarfundi um fjölbreytileg viðfangsefni sem snerta fjármálalæsi og fjármál heimilanna. Meðal annars er fjallað almennt um fjármál, um óverðtryggð íbúðalán og heimilisbókhaldið Meniga svo fátt eitt sé nefnt. Fræðsluefni, t.a.m. stutt fræðslumyndbönd, má nálgast á síðunni arionbanki.is/fraedsla.
Sérblöð Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira