Snjallar lausnir í bankaviðskiptum 29. september 2011 11:00 Sigurjón Ólafsson, deildarstjóri vefmála Íslandsbanka. Svona lítur snjallsímaforrit Íslandsbanka út. Í sumarbyrjun opnaði Íslandsbanki nýjan farsímavef sem styður við nýjustu gerðir snjallsíma en vöxtur í sölu slíkra tækja er gríðarlegur. Því er spáð að innan nokkurra ára muni umferð á netinu verða meiri í gegnum símtæki og spjaldtölvur, eins og iPad, heldur en í gegnum hefðbundnar tölvur. „Við hjá Íslandsbanka erum mjög meðvituð um þessa þróun og viljum mæta þörfum okkar viðskiptavina sem eiga slík tæki," segir Sigurjón Ólafsson, deildarstjóri vefmála og netbanka hjá Íslandsbanka. „Þegar Íslandsbanki setti í loftið snjallsímaforrit eða „app" fyrir Android og iPhone síma í ágúst sl. kom þetta berlega í ljós því strax á fyrstu tveimur vikunum voru yfir 2.000 manns búnir að sækja forritin," bætir hann við. Hann segir að Íslandsbanki hafi verið fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á snjallsímaforrit og að viðskiptavinir bankans geti reglulega vænst nýjunga og nýtt snjallsímana sína enn betur í sínum bankaviðskiptum.Meniga verður hluti af Netbanka Íslandsbanka Íslandsbanki steig stórt skref í lok árs 2009 þegar viðskiptavinum var boðið að tengjast Meniga, heimilisbókhaldinu, þeim að kostnaðarlausu í gegnum netbankann. „Viðtökurnar voru hreint frábærar og þeir sem hafa verið virkir notendur kunna virkilega að meta þessa skemmtilegu og gagnlegu leið til að ná betri tökum á sínu heimilisbókhaldi," segir Sigurjón. Í kjölfarið á þróunarsamstarfi við Meniga síðustu mánuði verður sú breyting að heimilisbókhaldið verður aðgengilegt innan Netbanka Íslandsbanka. „Þarna er einum helsta þröskuldinum rutt úr vegi fyrir því að fólk nýti sér þennan frábæra hugbúnað, því margir viðskiptavinir hafa sett það fyrir sig að tengjast þriðja aðila og fara út úr Netbankanum til að vinna með bókhaldið." En núna verður þetta allt á einum stað og Sigurjón er sannfærður um að viðskiptavinir bankans eigi eftir að taka þessari nýjung fagnandi.Hægt að hafa gaman af heimilisbókhaldinu með Meniga „Persónulega er ég yfir mig hrifinn af Meniga. Mig óraði ekki fyrir því að það væri hægt að hafa gaman af því að fylgjast með eigin neyslumynstri og fjármálum fjölskyldunnar," segir Sigurjón, spurður um hvort hann noti Meniga sjálfur. „Samanburður á eyðslu við sambærilega hópa í t.d. fatakaupum eða matarinnkaupum er bara hin ágætasta skemmtun og svo er þetta svo menntandi og stuðlar að heilbrigðari fjármálum."Fjármálalausnir fyrir snjallsíma er framtíðin Þessar tvær nýjungar, þ.e. farsímalausnir og heimilisbókhald, sameinast svo í lok ársins þegar Íslandsbanki ætlar að bjóða viðskiptavinum að tengjast heimilisbókhaldinu í gegnum farsímavefinn og snjallsímaforritin. „Þar liggur svo sannarlega framtíðin þó að hefðbundin bankaviðskipti haldi auðvitað alltaf sínum sessi. Það kemur líklega aldrei neitt í staðinn fyrir hin persónulegu samskipti sem viðskiptavinir eiga við starfsfólkið í útibúunum," segir Sigurjón að lokum. Sérblöð Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Svona lítur snjallsímaforrit Íslandsbanka út. Í sumarbyrjun opnaði Íslandsbanki nýjan farsímavef sem styður við nýjustu gerðir snjallsíma en vöxtur í sölu slíkra tækja er gríðarlegur. Því er spáð að innan nokkurra ára muni umferð á netinu verða meiri í gegnum símtæki og spjaldtölvur, eins og iPad, heldur en í gegnum hefðbundnar tölvur. „Við hjá Íslandsbanka erum mjög meðvituð um þessa þróun og viljum mæta þörfum okkar viðskiptavina sem eiga slík tæki," segir Sigurjón Ólafsson, deildarstjóri vefmála og netbanka hjá Íslandsbanka. „Þegar Íslandsbanki setti í loftið snjallsímaforrit eða „app" fyrir Android og iPhone síma í ágúst sl. kom þetta berlega í ljós því strax á fyrstu tveimur vikunum voru yfir 2.000 manns búnir að sækja forritin," bætir hann við. Hann segir að Íslandsbanki hafi verið fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á snjallsímaforrit og að viðskiptavinir bankans geti reglulega vænst nýjunga og nýtt snjallsímana sína enn betur í sínum bankaviðskiptum.Meniga verður hluti af Netbanka Íslandsbanka Íslandsbanki steig stórt skref í lok árs 2009 þegar viðskiptavinum var boðið að tengjast Meniga, heimilisbókhaldinu, þeim að kostnaðarlausu í gegnum netbankann. „Viðtökurnar voru hreint frábærar og þeir sem hafa verið virkir notendur kunna virkilega að meta þessa skemmtilegu og gagnlegu leið til að ná betri tökum á sínu heimilisbókhaldi," segir Sigurjón. Í kjölfarið á þróunarsamstarfi við Meniga síðustu mánuði verður sú breyting að heimilisbókhaldið verður aðgengilegt innan Netbanka Íslandsbanka. „Þarna er einum helsta þröskuldinum rutt úr vegi fyrir því að fólk nýti sér þennan frábæra hugbúnað, því margir viðskiptavinir hafa sett það fyrir sig að tengjast þriðja aðila og fara út úr Netbankanum til að vinna með bókhaldið." En núna verður þetta allt á einum stað og Sigurjón er sannfærður um að viðskiptavinir bankans eigi eftir að taka þessari nýjung fagnandi.Hægt að hafa gaman af heimilisbókhaldinu með Meniga „Persónulega er ég yfir mig hrifinn af Meniga. Mig óraði ekki fyrir því að það væri hægt að hafa gaman af því að fylgjast með eigin neyslumynstri og fjármálum fjölskyldunnar," segir Sigurjón, spurður um hvort hann noti Meniga sjálfur. „Samanburður á eyðslu við sambærilega hópa í t.d. fatakaupum eða matarinnkaupum er bara hin ágætasta skemmtun og svo er þetta svo menntandi og stuðlar að heilbrigðari fjármálum."Fjármálalausnir fyrir snjallsíma er framtíðin Þessar tvær nýjungar, þ.e. farsímalausnir og heimilisbókhald, sameinast svo í lok ársins þegar Íslandsbanki ætlar að bjóða viðskiptavinum að tengjast heimilisbókhaldinu í gegnum farsímavefinn og snjallsímaforritin. „Þar liggur svo sannarlega framtíðin þó að hefðbundin bankaviðskipti haldi auðvitað alltaf sínum sessi. Það kemur líklega aldrei neitt í staðinn fyrir hin persónulegu samskipti sem viðskiptavinir eiga við starfsfólkið í útibúunum," segir Sigurjón að lokum.
Sérblöð Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira