Baráttan erfiða um orðsporið 2. október 2011 13:00 Þegar í óefni er komið veltir Starkaður Leví, helsta persóna skáldsögunnar Mannorðs eftir Bjarna Bjarnason, því fyrir sér hvort hægt sé að kaupa nýtt mannorð. Fréttablaðið/Anton Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira